Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur hafið störf hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en Steinþór mun starfa á ráðgjafarsviði KPMG þar sem hann mun leggja sérstaka áherslu á stefnumótunar-og rekstrarráðgjöf.
Sjá einnig:Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum
Steinþór var bankastjóri Landsbankans frá því í júní 2010 þar til í nóvember 2016. Þar áður starfaði hann hjá Actavis Group þar sem hann sinnti stjórnunarstörfum á árunum 2002 til 2010. Áður hafði hann starfað sem fjármálastjóri hjá líftæknifyrirtækinu Urði, Verðandi, Skuld og þá var hann stjórnandi hjá Íslandsbanka og Verslunarbankanum í um 15 ár.
Steinþór er með MBA frá Edinborgar-háskóla og með Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands.
Steinþór Pálsson til KPMG
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið




Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur


