Fólk getur sleppt fram af sér beislinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2018 05:59 Nanna og Meg segja Rauðu ljóðakvöldin hafa spurst vel út og þátttakendum fjölgar með hverju kvöldi. Vísir/ANTON „Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira