Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:48 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Stjórnir fimm lífeyrissjóða hafa lagt fram kæru til héraðssaksóknara þar sem óskað eftir því að embættið taki til lögreglurannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanns United Silicon hf., og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Lífeyrissjóðirnir fimm eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú-lífeyrissjóður vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar. Áður hafði stjórn United Silicon kært Magnús til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Leikur grunur á að fjárhæðirnar hlaupi á hundruðum milljóna króna en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið sér þannig fé. Í tilkynningu sem sjóðirnir sendu frá sér kemur fram að þeir telji að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna þeim kerfisbundnu auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Ítarlegar athuganir á bókhaldi félagsins bendi til þessa.Meðal annars grunur um skjalafals og fjársvik Grunur sé um skjalafals, fjársvik í tengslum við kaup á búnaði, innheimtu tilhæfulausra reikninga og misnotkun á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þá telja kærendur að í ljósi þess sem nú er komið fram að rannsaka þurfi hvort fjármunir félagsins United Silicon hf. hafi mögulega verið nýttir, með ólögmætum hætti, til að fjármagna aðkomu Magnúsar Garðarssonar, eða aðila honum tengdum, að verkefninu. Kæran er lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits Stefáns Árna Auðólfssonar, lögmanns hjá LMB Mandat, um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú – lífeyrissjóður (vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar), óskuðu eftir lögfræðiálitinu til þess að fá úr því skorið til hvaða aðgerða sjóðirnir gætu gripið til að verja hagsmuni sjóðfélaga.Sjálfstæðir hagsmunir af því að kæra Með kærunni er leitað atbeina embættis héraðssaksóknara vegna hagsmuna þessara aðila í tengslum við lögreglurannsókn á meintu misferli í rekstri félagsins United Silicon hf. Kæran fylgir í kjölfar kæru félagsins sjálfs og Arion banka á hendur framkvæmdastjóranum. Sjóðirnir telja að möguleg brot hans snúi að hluta til með öðrum hætti að hagsmunum þeirra en félagsins sjálfs og bankans. Kærendur telja einnig að þeir hafi sjálfstæða hagsmuni af því að kæra hin grunuðu brot. Í kærunni er bent á að forsvarsmenn kísilverksmiðjunnar hafi sóst eftir verulegu fjármagni frá kærendum auk þess sem miklir almannahagsmunir hafi verið tengdir uppbyggingunni í Helguvík. Svo virðist sem fyrrum stjórnarmenn, sem flestir voru tengdir fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem og nánustu samstarfsmenn, hafi lítið sinnt athafna- og aðgæsluskyldum sínum svo sem hvað varðar aðskilnað starfa og uppáskrift reikninga. „…miðað við upplýsingar sem nú eru framkomnar virðist sem stjórn hafi falið Magnúsi Ólafi Garðarssyni nær ótakmarkað umboð til að ráðstafa fjármunum og til að skuldbinda félagið. Því verður að fara fram á rannsókn á þeim þætti málsins,“ segir í kærunni. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Stjórnir fimm lífeyrissjóða hafa lagt fram kæru til héraðssaksóknara þar sem óskað eftir því að embættið taki til lögreglurannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanns United Silicon hf., og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Lífeyrissjóðirnir fimm eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú-lífeyrissjóður vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar. Áður hafði stjórn United Silicon kært Magnús til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Leikur grunur á að fjárhæðirnar hlaupi á hundruðum milljóna króna en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið sér þannig fé. Í tilkynningu sem sjóðirnir sendu frá sér kemur fram að þeir telji að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna þeim kerfisbundnu auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Ítarlegar athuganir á bókhaldi félagsins bendi til þessa.Meðal annars grunur um skjalafals og fjársvik Grunur sé um skjalafals, fjársvik í tengslum við kaup á búnaði, innheimtu tilhæfulausra reikninga og misnotkun á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þá telja kærendur að í ljósi þess sem nú er komið fram að rannsaka þurfi hvort fjármunir félagsins United Silicon hf. hafi mögulega verið nýttir, með ólögmætum hætti, til að fjármagna aðkomu Magnúsar Garðarssonar, eða aðila honum tengdum, að verkefninu. Kæran er lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits Stefáns Árna Auðólfssonar, lögmanns hjá LMB Mandat, um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú – lífeyrissjóður (vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar), óskuðu eftir lögfræðiálitinu til þess að fá úr því skorið til hvaða aðgerða sjóðirnir gætu gripið til að verja hagsmuni sjóðfélaga.Sjálfstæðir hagsmunir af því að kæra Með kærunni er leitað atbeina embættis héraðssaksóknara vegna hagsmuna þessara aðila í tengslum við lögreglurannsókn á meintu misferli í rekstri félagsins United Silicon hf. Kæran fylgir í kjölfar kæru félagsins sjálfs og Arion banka á hendur framkvæmdastjóranum. Sjóðirnir telja að möguleg brot hans snúi að hluta til með öðrum hætti að hagsmunum þeirra en félagsins sjálfs og bankans. Kærendur telja einnig að þeir hafi sjálfstæða hagsmuni af því að kæra hin grunuðu brot. Í kærunni er bent á að forsvarsmenn kísilverksmiðjunnar hafi sóst eftir verulegu fjármagni frá kærendum auk þess sem miklir almannahagsmunir hafi verið tengdir uppbyggingunni í Helguvík. Svo virðist sem fyrrum stjórnarmenn, sem flestir voru tengdir fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem og nánustu samstarfsmenn, hafi lítið sinnt athafna- og aðgæsluskyldum sínum svo sem hvað varðar aðskilnað starfa og uppáskrift reikninga. „…miðað við upplýsingar sem nú eru framkomnar virðist sem stjórn hafi falið Magnúsi Ólafi Garðarssyni nær ótakmarkað umboð til að ráðstafa fjármunum og til að skuldbinda félagið. Því verður að fara fram á rannsókn á þeim þætti málsins,“ segir í kærunni.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48