Tekst Brössunum loksins að drepa 7-1 drauginn í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 10:00 Thiago Silva hughreystir David Luiz eftir leikinn á móti Þjóðverjum á HM 2014. Vísir/Getty Í kvöld fer fram vináttulandsleikur á Ólympíuleikvanginum í Berlín sem skiptir kannski talsvert meira máli en margur vináttulandsleikurinn. Ástæðan er að þar munu mætast landslið Þýskalands og Brasilíu og er þetta fyrsti leikur þeirra síðan að Þýskalandi vann 7-1 sigur á Brasilíu í undanúrslitum HM í Brasilíu 2014. Tap Brasilíumanna er ein mesta niðurlæging í sögu brasilísku þjóðarinnar enda liðið að keppa á heimavelli og þetta átti að vera leikur milli tveggja af bestu knattspyrnulandsliðum heims. Úrslitin sögðu allt aðra sögu. „Þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur andlega og það getur enginn haldið öðru fram,“ sagði Tite, þjálfari brasilíska landslðsins."The more you talk about it, the less this ghost disappears." Brazil play Germany tonight for the first time since their World Cup semi-final defeat four years ago.https://t.co/xosUcWvAMnpic.twitter.com/9DTPEZTiVK — BBC Sport (@BBCSport) March 27, 2018 „7-1 tapið er eins og draugur og fólk er enn að tala um þann leik. Því meira sem er talað um hann því lengur lifir draugurinn,“ sagði Tite við BBC. Toni Kroos skoraði tvisvar í undanúrslitaleiknum 2014 og Miroslav Klose bætt markamet HM með sínu sextánda HM-marki. Þýska landsliðið var komið í 5-0 eftir aðeins 29 mínútna leik. „Ég var að horfa á leikinn [frá 2014] heima hjá mér með eiginkonunni og eftir þriðja markið þeirra þá fór hún að gráta,“ sagði Tite. „Sárið er ennþá opið og leikurinn í Berlín er hluti af herferð okkar til að loka því,“ sagði Tite. Þýska landsliðið varð síðan heimsmeistari eftir 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Brasilíumenn töpuðu 3-0 fyrir Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Brasilíumenn voru aftur á móti sannfærandi í undankeppni HM 2018 og eru enn á ný líklegir til afrek á heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Í kvöld fer fram vináttulandsleikur á Ólympíuleikvanginum í Berlín sem skiptir kannski talsvert meira máli en margur vináttulandsleikurinn. Ástæðan er að þar munu mætast landslið Þýskalands og Brasilíu og er þetta fyrsti leikur þeirra síðan að Þýskalandi vann 7-1 sigur á Brasilíu í undanúrslitum HM í Brasilíu 2014. Tap Brasilíumanna er ein mesta niðurlæging í sögu brasilísku þjóðarinnar enda liðið að keppa á heimavelli og þetta átti að vera leikur milli tveggja af bestu knattspyrnulandsliðum heims. Úrslitin sögðu allt aðra sögu. „Þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur andlega og það getur enginn haldið öðru fram,“ sagði Tite, þjálfari brasilíska landslðsins."The more you talk about it, the less this ghost disappears." Brazil play Germany tonight for the first time since their World Cup semi-final defeat four years ago.https://t.co/xosUcWvAMnpic.twitter.com/9DTPEZTiVK — BBC Sport (@BBCSport) March 27, 2018 „7-1 tapið er eins og draugur og fólk er enn að tala um þann leik. Því meira sem er talað um hann því lengur lifir draugurinn,“ sagði Tite við BBC. Toni Kroos skoraði tvisvar í undanúrslitaleiknum 2014 og Miroslav Klose bætt markamet HM með sínu sextánda HM-marki. Þýska landsliðið var komið í 5-0 eftir aðeins 29 mínútna leik. „Ég var að horfa á leikinn [frá 2014] heima hjá mér með eiginkonunni og eftir þriðja markið þeirra þá fór hún að gráta,“ sagði Tite. „Sárið er ennþá opið og leikurinn í Berlín er hluti af herferð okkar til að loka því,“ sagði Tite. Þýska landsliðið varð síðan heimsmeistari eftir 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Brasilíumenn töpuðu 3-0 fyrir Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Brasilíumenn voru aftur á móti sannfærandi í undankeppni HM 2018 og eru enn á ný líklegir til afrek á heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira