Viðskipti innlent

Vilja tilgreina tryggingargjald á launaseðlum

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
SA vill lækka tryggingargjaldið.
SA vill lækka tryggingargjaldið. VÍSIR/ERNIR
Tryggingagjald er nú tilgreint á launaseðlum starfsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) og hvetja samtökin fyrirtæki í landinu til að gera slíkt hið sama. Í tilkynningu frá SA kemur fram að árið 2017 hafi vinnuveitendur greitt 685.067 krónur í tryggingagjald með hverjum fullvinnandi starfsmanni með áætluð meðalheildarlaun.

Til að setja þetta í samhengi hefur SA líkt þessu við fimmtánda starfsmanninn í 14 manna fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að gjaldið skili 100 milljörðum í ríkissjóð í ár. Gjaldið var hækkað tímabundið í kjölfar efnahagskreppunnar. Í tilkynningu SA kemur fram að forsendur hafi breyst síðan þá og tímabært sé að tryggingagjaldið lækki, það sé mikilvægur liður í að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×