Heimsmeistari frá 1978 skilaði sér ekki upp í flugvél til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 20:00 René Houseman. Vísir/Getty Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968. HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968.
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira