Þetta var annar leikur velska liðsins undir stjórn Ryan Giggs en velska liðið vann 6-0 sigur á Kína í fyrsta leiknum undir hans stjórn.
Giggs átti því möguleika á því að vinna titil í leik númer tvö sem landsliðsþjálfari en ekkert varð þó að því.
Það var Paris Saint Germain leikmaðurinn Edinson Cavani sem skoraði eina mark leiksins á fjórðu mínútu seinni hálfleiks. Cavani skoraði þá af stuttu færi eftir slakan varnarleik hjá Wales.
Edinson Cavani var þarna að spila sinn hundraðasta landsleik og hélt upp á það með því að skora landsliðsmark númer 42.
Edinson Cavani has now scored 42 goals for Uruguay; Luis Suarez (50) is the only player with more.
On his 100th cap to top it off. pic.twitter.com/W1OAMVIkoi
— Squawka Football (@Squawka) March 26, 2018
Barcelona framherjinn Luis Suarez var í byrjunarliði Úrúgvæ og átti bæði þessi stangarskot. Hann náði þó ekki að skora en í undanúrslitaleiknum skoraði hann sitt fimmtugasta landsliðsmark.