Eiður Smári hittir Carlos Tevez í Buenos Aires | Heimsækir mótherja Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 11:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Carlos Tevez. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30
Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00