Kolbeinn óttaðist um ferilinn: Lærir að meta betur hlutina þegar að allt er tekið frá manni Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:00 Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira