Kolbeinn: Æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að fara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 13:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira