Huawei gefst ekki upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:15 Richard Yu, forstjóri Huawei. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp. „Við ætlum okkur að vinna traust bandarískra neytenda með því að einbeita okkur að því að sjá þeim fyrir nýjungum og vörum í heimsklassa,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við CNET í gær. Huawei kynnti í vikunni nýtt flaggskip sitt, P20 Pro snjallsímann sem er útbúinn þremur myndavélum á bakhliðinni. Bandaríkjamenn bíða þó ekki í röðum eftir símanum enda hafa yfirvöld þar í landi, meðal annars leyniþjónustan (CIA) og alríkislögreglan (FBI), sakað Huawei um að njósna um Bandaríkjamenn. Því hafnaði Yu í gær. „Þessar áhyggjur byggja á órökstuddum grun og eru í rauninni ósanngjarnar. Við erum opin fyrir gegnsæjum viðræðum á staðreyndagrundvelli.“ Sagði Yu að jafnvel án Bandaríkjanna stefndi Huawei á að verða stærsti snjallsímaframleiðandi heims. Fyrirtækið situr nú í þriðja sæti þess lista, á eftir Apple og Samsung. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp. „Við ætlum okkur að vinna traust bandarískra neytenda með því að einbeita okkur að því að sjá þeim fyrir nýjungum og vörum í heimsklassa,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við CNET í gær. Huawei kynnti í vikunni nýtt flaggskip sitt, P20 Pro snjallsímann sem er útbúinn þremur myndavélum á bakhliðinni. Bandaríkjamenn bíða þó ekki í röðum eftir símanum enda hafa yfirvöld þar í landi, meðal annars leyniþjónustan (CIA) og alríkislögreglan (FBI), sakað Huawei um að njósna um Bandaríkjamenn. Því hafnaði Yu í gær. „Þessar áhyggjur byggja á órökstuddum grun og eru í rauninni ósanngjarnar. Við erum opin fyrir gegnsæjum viðræðum á staðreyndagrundvelli.“ Sagði Yu að jafnvel án Bandaríkjanna stefndi Huawei á að verða stærsti snjallsímaframleiðandi heims. Fyrirtækið situr nú í þriðja sæti þess lista, á eftir Apple og Samsung.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira