Hljóðgervlar og nostalgía í hljóðspori Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Helgi Sæmundur er mikill áhugamaður um hljóðgervla og á nokkur stykki í stúdíóinu sínu. Vísir/anton „Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
„Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira