Áhrifamestu konur förðunarheimsins Ritstjórn skrifar 4. apríl 2018 20:00 Glamour/Getty Hinn gríðarstóri heimur fegurðar, það er að segja förðunar- og snyrtivörubransinn, er sennilega einn sá stærsti og áhrifamesti í heiminum. Það má segja að þetta sé eitt af þeim fáu sviðum þar sem konur skipa stóran ef ekki stærstan sess. Nokkrar konur standa þó klárlega upp úr. Glamour kynnti sér sögu fjögurra þeirra nánar og skoðaði hvað þarf til þess að vera áhrifavaldur á þessum sívaxandi vettvangi.Estée LauderEstée LauderEstée Lauder fæddist árið 1908 í Queens, New York, og var af ungverskum innflytjendaættum. Frændi hennar flutti inn á heimili fjölskyldunnar þegar hún var ung og byrjaði þar að búa til ýmsar blöndur í eldhúsinu, rakakrem, ilmvötn og alls kyns olíur. Frændinn fékk hana til að aðstoða sig við blöndun, pökkun og dreifingu. Lauder gekk á milli hárgreiðslustofa og kynnti þar kremið fyrir konum á meðan þær sátu í lagningu. Árið 1946 stofnaði hún síðan Estée Lauder fyrirtækið með eiginmanni sínum. Lauder vildi finna leið til þess að konur gætu keypt sitt eigið ilmvatn þegar þeim hentaði því á þeim tíma þurftu konur að bíða eftir að fá ilmvatn í gjöf frá eiginmönnum sínum. Árið 1953 fann hún leið með baðolíu sem gaf frá sér dásamlegan ilm og kom Lauder merkinu á skrið. Með baðolíunni breyttist Estée Lauder merkið frá því að vera sprotafyrirtæki yfir í að vera einn stærsti risi förðunar- og snyrtivöruheimsins. Lauder var meistari í markaðssetningu og það skipti hana miklu máli að auglýsingarnar og vörurnar töluðu til kvenna og að hin venjulega kona gæti tengt við fyrirsætur merkisins. Lauder vildi að vörurnar væru í túrkísbláum umbúðum því þá myndu þær falla vel að þeim litum sem mikið voru notaðir á baðherbergjum í heimahúsum á þeim tíma. Markaðsklókindi Lauder gerðu hana fljótt að einni ríkustu konu heims, allt á hennar eigin forsendum og seiglu. Lauder lést árið 2004, 95 ára gömul, í íbúð sinni á Manhattan. Afkomendur hennar stjórna og reka fyrirtækið enn þann dag í dag.Pat McGrathPat McGrathPat McGrath er breskur sjálflærður förðunarfræðingur ásamt því að vera hönnuður Procter & Gamble beauty sem sér meðal annars um merki eins og Max Factor, Dolce & Gabbana og CoverGirl. Hún er einn virtasti förðunarfræðingur tískugeirans, hvort sem um er að ræða á tískupöllum, í auglýsingum eða myndatökum hjá stærstu merkjum og tímaritum heims. McGrath er fædd árið 1970 í Northampton og var alin upp af einstæðri móður sinni, Jean McGrath, innflytjanda frá Jamaíka. McGrath vill meina að móðir hennar hafi verið hennar helsti áhrifavaldur en móðir hennar var einnig mjög heltekin af snyrtivörum og tísku. Á þeim tíma átti móðir hennar í stökustu vandræðum með að finna augnskugga sem hentaði dökkri húð og blandaði því sjálf eigin liti og lét hún svo dætur sínar giska á hvaða skugga hún hefði notað í hvert sinn. Pat hafði alltaf stefnt á nám tengt tísku en þær áætlanir breyttust þegar hún kynnist stílistanum Kim Bowen sem bauð henni að fylgjast með myndatökum sem hún vann að fyrir tímarit eins og i-D. Fyrsta stóra verkefnið var svo nokkrum árum seinna þegar henni bauðst að farða söngkonuna Caron Wheeler á tónleikaferðalagi hennar um Japan. Eftir það fór boltinn að rúlla og hún varð fljótt eitt stærsta nafnið í tískuheiminum og er það enn þann dag í dag. McGrath er þekkt fyrir öðruvísi tækni og notar oft fingurna í stað bursta þegar hún farðar. Hún var ein sú fyrsta sem þorði að nota aukahluti í förðun eins og fjaðrir, pappír og latex. Þegar hún fer í verkefni þá ferðast hún með heilan her af aðstoðarfólki og allt að 75 ferðatöskur fullar af snyrtivörum og öðru tilheyrandi. McGrath hefur unnið með nöfnum eins og Madonna, Sarah Jessica Parker, Rihanna og Kim Kardashian West. Þekktir fatahönnuðir og framleiðendur eins og Louis Vuitton, Prada, Gucci, Calvin Klein, Balenciaga og margir aðrir hafa einnig nýtt sér krafta hennar. Árið 2007 titlaði Anna Wintour fyrir hönd Vouge hana áhrifamesta förðunarfræðing heimsins (e. the most influential make-up artist in the world). McGrath vill breyta því hvernig fólk hugsar um förðun og forðast að fylgja stefnum og straumum. Hún vill heldur fara sínar eigin leiðir og má segja að hún sé í raun einn helsti leiðtoginn í heimi förðunar og verður það um ókomna tíð.Lisa EldrigdeLisa EldridgeLisa Eldridge er fædd á Englandi árið 1974. Áhugi hennar á förðun byrjaði þegar hún komst í gamlar snyrtivörur móður sinnar aðeins sex ára gömul. Hún tók þá ákvörðun að verða förðunarfræðingur þegar hún fékk bók um förðun í gjöf sem táningur. Eldridge tók námskeið í ljósmyndaförðun hjá Complexions í London og skráði sig síðan sem förðunarfræðingur hjá umboðsskrifstofu. Fyrsta stóra verkefni hennar var að farða Cindy Crawford fyrir tímaritið ELLE árið 1998, náðu þær stöllur vel saman og fékk Crawford hana með sér í nokkur verkefni eftir það. Núna er Eldrigde listrænn stjórnandi hjá risanum Lancôme. Eldridge hefur einnig gefið út nokkrar bækur og seldist fyrsta bók hennar, Face Paint: The Story of Makeup, an accumulation of years of research into the history of makeup, fljótt upp og var söluhæst hjá New York Times og er nú gefin út á sjö tungumálum. Eldridge hefur unnið með nöfnum eins og Keira Knightley, Cara Delvingne, Katy Perry, Jennifer Lopez og fleirum. Hún hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum, var fyrsti förðunarfræðingurinn með eigin vefsíðu og með yfir þrjár milljónir fylgjenda. Hún var ein sú fyrsta með sýnikennslu á Youtube og hafa myndbönd hennar fengið meira en hundrað milljón áhorf. Líta má á Lisu Eldridge sem eins konar frumkvöðul í því að tengja förðun við samfélagsmiðla.Emily WeissEmily WeissEmily Weiss er fædd árið 1985 í Connecticut. Áhugi hennar á förðunarvörum vaknaði snemma þegar hún stalst í vörur hjá ömmu sinni og farðaði allar vinkonur sínar. Weiss starfaði sem lærlingur hjá Teen Vouge meðan hún nam listfræði við New York University. Eftir útskrift árið 2007 hóf Weiss störf hjá tímaritinu W, þremur árum síðar opnaði hún bloggið sitt, Into the Gloss. Weiss sá að vöntun var á umfjöllum um förðunarvörur og notkun þeirra í heimi tískubloggsins. Á hverjum degi vaknaði hún klukkan fimm að morgni og bloggaði áður en hún mætti til vinnu. Árið 2014 stofnaði hún fyrirtækið Glossier og markaðssetti sína fyrstu línu af förðunarvörum. Weiss vill meina að ástríða og þrautseigja hafi drifið hana áfram. Í dag er hún með meira en 40 manns í vinnu hjá sér og er einstakur frumkvöðull á sínu sviði. Í hverjum mánuði lesa um tíu milljón manns Into the Gloss bloggið og hafa vörur hennar selst í bílförmum í Ameríku og Evrópu. Weiss er enn að skrifa sögu sína og væntum við þess að hún eigi eftir að hasla sér enn meiri völl og verði enn stærra nafn í framtíðinni. Fyrir utan kynið eiga þessar merku konur ýmislegt sameiginlegt. Áhugi þeirra á vettvanginum kviknar strax í barnæsku og virðist sem svo að metnaður, þrautseigja og drifkraftur hafi komið þessum dugnaðarforkum á þann stað sem þær eru á í dag. Þessar konur hafa verið gríðarlegir áhrifavaldar í heimi fegurðar en allar þó á sinn hátt og á sínu sviði. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að hafa komið sér á kortið á eigin forsendum án nokkurrar hjálpar, með eigin hugsjónir að leiðarljósi. Áhrifavaldar fortíðarinnar, eins og Esteé Lauder, hafa skapað þessum vörum ákveðinn sess í lífi hverrar konu en þeir áhrifavaldar sem nú hafa tekið við hafa fundið sér leið með samfélagsmiðlum til að koma þessum vörum í hendur kvenna og karla um heim allan. Mest lesið Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Förðunin fyrir helgina Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Danskt brúðkaup Pernille Teisbæk Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Zayn hannar fyrir Versace Glamour
Hinn gríðarstóri heimur fegurðar, það er að segja förðunar- og snyrtivörubransinn, er sennilega einn sá stærsti og áhrifamesti í heiminum. Það má segja að þetta sé eitt af þeim fáu sviðum þar sem konur skipa stóran ef ekki stærstan sess. Nokkrar konur standa þó klárlega upp úr. Glamour kynnti sér sögu fjögurra þeirra nánar og skoðaði hvað þarf til þess að vera áhrifavaldur á þessum sívaxandi vettvangi.Estée LauderEstée LauderEstée Lauder fæddist árið 1908 í Queens, New York, og var af ungverskum innflytjendaættum. Frændi hennar flutti inn á heimili fjölskyldunnar þegar hún var ung og byrjaði þar að búa til ýmsar blöndur í eldhúsinu, rakakrem, ilmvötn og alls kyns olíur. Frændinn fékk hana til að aðstoða sig við blöndun, pökkun og dreifingu. Lauder gekk á milli hárgreiðslustofa og kynnti þar kremið fyrir konum á meðan þær sátu í lagningu. Árið 1946 stofnaði hún síðan Estée Lauder fyrirtækið með eiginmanni sínum. Lauder vildi finna leið til þess að konur gætu keypt sitt eigið ilmvatn þegar þeim hentaði því á þeim tíma þurftu konur að bíða eftir að fá ilmvatn í gjöf frá eiginmönnum sínum. Árið 1953 fann hún leið með baðolíu sem gaf frá sér dásamlegan ilm og kom Lauder merkinu á skrið. Með baðolíunni breyttist Estée Lauder merkið frá því að vera sprotafyrirtæki yfir í að vera einn stærsti risi förðunar- og snyrtivöruheimsins. Lauder var meistari í markaðssetningu og það skipti hana miklu máli að auglýsingarnar og vörurnar töluðu til kvenna og að hin venjulega kona gæti tengt við fyrirsætur merkisins. Lauder vildi að vörurnar væru í túrkísbláum umbúðum því þá myndu þær falla vel að þeim litum sem mikið voru notaðir á baðherbergjum í heimahúsum á þeim tíma. Markaðsklókindi Lauder gerðu hana fljótt að einni ríkustu konu heims, allt á hennar eigin forsendum og seiglu. Lauder lést árið 2004, 95 ára gömul, í íbúð sinni á Manhattan. Afkomendur hennar stjórna og reka fyrirtækið enn þann dag í dag.Pat McGrathPat McGrathPat McGrath er breskur sjálflærður förðunarfræðingur ásamt því að vera hönnuður Procter & Gamble beauty sem sér meðal annars um merki eins og Max Factor, Dolce & Gabbana og CoverGirl. Hún er einn virtasti förðunarfræðingur tískugeirans, hvort sem um er að ræða á tískupöllum, í auglýsingum eða myndatökum hjá stærstu merkjum og tímaritum heims. McGrath er fædd árið 1970 í Northampton og var alin upp af einstæðri móður sinni, Jean McGrath, innflytjanda frá Jamaíka. McGrath vill meina að móðir hennar hafi verið hennar helsti áhrifavaldur en móðir hennar var einnig mjög heltekin af snyrtivörum og tísku. Á þeim tíma átti móðir hennar í stökustu vandræðum með að finna augnskugga sem hentaði dökkri húð og blandaði því sjálf eigin liti og lét hún svo dætur sínar giska á hvaða skugga hún hefði notað í hvert sinn. Pat hafði alltaf stefnt á nám tengt tísku en þær áætlanir breyttust þegar hún kynnist stílistanum Kim Bowen sem bauð henni að fylgjast með myndatökum sem hún vann að fyrir tímarit eins og i-D. Fyrsta stóra verkefnið var svo nokkrum árum seinna þegar henni bauðst að farða söngkonuna Caron Wheeler á tónleikaferðalagi hennar um Japan. Eftir það fór boltinn að rúlla og hún varð fljótt eitt stærsta nafnið í tískuheiminum og er það enn þann dag í dag. McGrath er þekkt fyrir öðruvísi tækni og notar oft fingurna í stað bursta þegar hún farðar. Hún var ein sú fyrsta sem þorði að nota aukahluti í förðun eins og fjaðrir, pappír og latex. Þegar hún fer í verkefni þá ferðast hún með heilan her af aðstoðarfólki og allt að 75 ferðatöskur fullar af snyrtivörum og öðru tilheyrandi. McGrath hefur unnið með nöfnum eins og Madonna, Sarah Jessica Parker, Rihanna og Kim Kardashian West. Þekktir fatahönnuðir og framleiðendur eins og Louis Vuitton, Prada, Gucci, Calvin Klein, Balenciaga og margir aðrir hafa einnig nýtt sér krafta hennar. Árið 2007 titlaði Anna Wintour fyrir hönd Vouge hana áhrifamesta förðunarfræðing heimsins (e. the most influential make-up artist in the world). McGrath vill breyta því hvernig fólk hugsar um förðun og forðast að fylgja stefnum og straumum. Hún vill heldur fara sínar eigin leiðir og má segja að hún sé í raun einn helsti leiðtoginn í heimi förðunar og verður það um ókomna tíð.Lisa EldrigdeLisa EldridgeLisa Eldridge er fædd á Englandi árið 1974. Áhugi hennar á förðun byrjaði þegar hún komst í gamlar snyrtivörur móður sinnar aðeins sex ára gömul. Hún tók þá ákvörðun að verða förðunarfræðingur þegar hún fékk bók um förðun í gjöf sem táningur. Eldridge tók námskeið í ljósmyndaförðun hjá Complexions í London og skráði sig síðan sem förðunarfræðingur hjá umboðsskrifstofu. Fyrsta stóra verkefni hennar var að farða Cindy Crawford fyrir tímaritið ELLE árið 1998, náðu þær stöllur vel saman og fékk Crawford hana með sér í nokkur verkefni eftir það. Núna er Eldrigde listrænn stjórnandi hjá risanum Lancôme. Eldridge hefur einnig gefið út nokkrar bækur og seldist fyrsta bók hennar, Face Paint: The Story of Makeup, an accumulation of years of research into the history of makeup, fljótt upp og var söluhæst hjá New York Times og er nú gefin út á sjö tungumálum. Eldridge hefur unnið með nöfnum eins og Keira Knightley, Cara Delvingne, Katy Perry, Jennifer Lopez og fleirum. Hún hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum, var fyrsti förðunarfræðingurinn með eigin vefsíðu og með yfir þrjár milljónir fylgjenda. Hún var ein sú fyrsta með sýnikennslu á Youtube og hafa myndbönd hennar fengið meira en hundrað milljón áhorf. Líta má á Lisu Eldridge sem eins konar frumkvöðul í því að tengja förðun við samfélagsmiðla.Emily WeissEmily WeissEmily Weiss er fædd árið 1985 í Connecticut. Áhugi hennar á förðunarvörum vaknaði snemma þegar hún stalst í vörur hjá ömmu sinni og farðaði allar vinkonur sínar. Weiss starfaði sem lærlingur hjá Teen Vouge meðan hún nam listfræði við New York University. Eftir útskrift árið 2007 hóf Weiss störf hjá tímaritinu W, þremur árum síðar opnaði hún bloggið sitt, Into the Gloss. Weiss sá að vöntun var á umfjöllum um förðunarvörur og notkun þeirra í heimi tískubloggsins. Á hverjum degi vaknaði hún klukkan fimm að morgni og bloggaði áður en hún mætti til vinnu. Árið 2014 stofnaði hún fyrirtækið Glossier og markaðssetti sína fyrstu línu af förðunarvörum. Weiss vill meina að ástríða og þrautseigja hafi drifið hana áfram. Í dag er hún með meira en 40 manns í vinnu hjá sér og er einstakur frumkvöðull á sínu sviði. Í hverjum mánuði lesa um tíu milljón manns Into the Gloss bloggið og hafa vörur hennar selst í bílförmum í Ameríku og Evrópu. Weiss er enn að skrifa sögu sína og væntum við þess að hún eigi eftir að hasla sér enn meiri völl og verði enn stærra nafn í framtíðinni. Fyrir utan kynið eiga þessar merku konur ýmislegt sameiginlegt. Áhugi þeirra á vettvanginum kviknar strax í barnæsku og virðist sem svo að metnaður, þrautseigja og drifkraftur hafi komið þessum dugnaðarforkum á þann stað sem þær eru á í dag. Þessar konur hafa verið gríðarlegir áhrifavaldar í heimi fegurðar en allar þó á sinn hátt og á sínu sviði. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að hafa komið sér á kortið á eigin forsendum án nokkurrar hjálpar, með eigin hugsjónir að leiðarljósi. Áhrifavaldar fortíðarinnar, eins og Esteé Lauder, hafa skapað þessum vörum ákveðinn sess í lífi hverrar konu en þeir áhrifavaldar sem nú hafa tekið við hafa fundið sér leið með samfélagsmiðlum til að koma þessum vörum í hendur kvenna og karla um heim allan.
Mest lesið Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Förðunin fyrir helgina Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Danskt brúðkaup Pernille Teisbæk Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Zayn hannar fyrir Versace Glamour