Brátt sér fyrir endann á deilu um fjögurra bita súkkulaðikex Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:10 Vitneskja Evrópubúa um fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle er sögð ekki nægja til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Vísir/Getty Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira