Jessica Biel segir Íslandsheimsóknina vera besta ferðalag lífs síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 07:24 Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel heimsóttu Ísland fyrir um ári síðan. Vísir/AFP Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér. Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24
Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39