Arftaki SKAM var óvænt frumsýndur um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 15:02 Myndirnar eru fengnar af Instagram-reikningum aðalpersónanna þriggja, Ellu, Susanne og Mats. Mynd/Samsett Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda norsku vefþáttaraðarinnar SKAM aðfararnótt sunnudags nú um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Þáttaröðin SKAM kvaddi í fyrra á hátindi vinsælda sinna, og er áfallið aðdáendum þáttanna eflaust í fersku minni. Téðir aðdáendur geta hins vegar tekið gleði sína á ný en eins og áður sagði minnir hin nýja sería, sem ber heitið Blank, um margt á SKAM.Sjá einnig: Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM Umfjöllunarefnið er, sem áður, norskir unglingar í Ósló, þó að persónurnar í Blank séu nokkuð eldri en Noora, Eva, Isak og félagar þeirra. Aðalpersóna þáttanna er hin 19 ára Ella sem hefur nýlokið námi við VGS-framhaldsskólann í Ósló, að því er fram kemur á vef NRK. Í þáttunum er fylgst með lífi Ellu og bestu vinkonu hennar, Susanne, auk Mats, kærasta Ellu. Aðdáendur geta fylgt persónunum á Instagram, líkt og boðið var upp á í SKAM. Finn 0 feil A post shared by Ella Correia Midjo (@ellamidjo) on Apr 13, 2018 at 10:16am PDT Þá er hægt að fylgjast með gangi þáttanna á heimasíðu norska ríkisútvarpsins en þar eru auk þess birtar klippur, SMS-samskipti persónanna og fleira efni úr þáttunum. Þættirnir sjálfir koma svo út á sunnudögum. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir hafa ekkert verið auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Svipaður háttur var hafður á við framleiðslu SKAM á sínum tíma en aðstandendur þáttanna gáfu ekkert uppi um ferlið áður en þættirnir voru sýndir. Þá var greint frá því á dögunum að önnur unglingasería í anda SKAM yrði frumsýnd á vef NRK. Sú ber heitið Lovleg og gerist, líkt og SKAM, í menntaskóla en að þessu sinni í afskekkta bænum Sandane í Noregi. Tökur á þeim hefjast í sumar. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25 SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21 Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda norsku vefþáttaraðarinnar SKAM aðfararnótt sunnudags nú um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Þáttaröðin SKAM kvaddi í fyrra á hátindi vinsælda sinna, og er áfallið aðdáendum þáttanna eflaust í fersku minni. Téðir aðdáendur geta hins vegar tekið gleði sína á ný en eins og áður sagði minnir hin nýja sería, sem ber heitið Blank, um margt á SKAM.Sjá einnig: Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM Umfjöllunarefnið er, sem áður, norskir unglingar í Ósló, þó að persónurnar í Blank séu nokkuð eldri en Noora, Eva, Isak og félagar þeirra. Aðalpersóna þáttanna er hin 19 ára Ella sem hefur nýlokið námi við VGS-framhaldsskólann í Ósló, að því er fram kemur á vef NRK. Í þáttunum er fylgst með lífi Ellu og bestu vinkonu hennar, Susanne, auk Mats, kærasta Ellu. Aðdáendur geta fylgt persónunum á Instagram, líkt og boðið var upp á í SKAM. Finn 0 feil A post shared by Ella Correia Midjo (@ellamidjo) on Apr 13, 2018 at 10:16am PDT Þá er hægt að fylgjast með gangi þáttanna á heimasíðu norska ríkisútvarpsins en þar eru auk þess birtar klippur, SMS-samskipti persónanna og fleira efni úr þáttunum. Þættirnir sjálfir koma svo út á sunnudögum. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir hafa ekkert verið auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Svipaður háttur var hafður á við framleiðslu SKAM á sínum tíma en aðstandendur þáttanna gáfu ekkert uppi um ferlið áður en þættirnir voru sýndir. Þá var greint frá því á dögunum að önnur unglingasería í anda SKAM yrði frumsýnd á vef NRK. Sú ber heitið Lovleg og gerist, líkt og SKAM, í menntaskóla en að þessu sinni í afskekkta bænum Sandane í Noregi. Tökur á þeim hefjast í sumar.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25 SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21 Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25
SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21
Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00