Ný verslun Geysis opnuð með pompi og prakt Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2018 16:00 Fólk virtist skemmta sér vel. myndir/Laimonas Dom Baranauskas Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn. Þá var hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali. Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun. Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum. Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna. Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.myndir/Laimonas Dom Baranauskas Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn. Þá var hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali. Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun. Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum. Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna. Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.myndir/Laimonas Dom Baranauskas
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira