Er ennþá að koma sjálfum mér á óvart Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. apríl 2018 07:15 Andri Rúnar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“ Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“
Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira