Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Benedikt Bóas skrifar 14. apríl 2018 09:15 Vísir Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira