Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2018 16:15 Mads Mikkelsen í Arctic. © HELEN SLOAN Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. Arctic er kvikmynd sem stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í og er um mann sem þarf að bjarga sér og lifa af á heimskautaslóðum, eftir að flugvél hans brotlendir. María Thelma Smáradóttir leikur hlutverk í myndinni. Arctic er öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum. Tómas Tómasson var kvikmyndatökumaður, Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Ragna Fossberg sá um förðun og Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd. Mun myndin verða sýnd í flokknum Official selection 2018 Midnight section.Fyrsta íslenska myndin Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Bergmál er kvikmynd sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir og hefur verið valin inn á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Þrisvar áður hefur Rúnar verið valin með myndir til keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rúnar byrjaði að láta í sér kveða innan kvikmyndaheimsins þegar stuttmyndin Síðasti Bærinn var tilnefnd til Óskarverðlauna 2006. Síðan þá hafa myndir eftir hann hlotið yfir eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Myndin er framleidd af Nimbus Ísland, Pegasus, Nimbus Films og Halibut. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. Arctic er kvikmynd sem stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í og er um mann sem þarf að bjarga sér og lifa af á heimskautaslóðum, eftir að flugvél hans brotlendir. María Thelma Smáradóttir leikur hlutverk í myndinni. Arctic er öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum. Tómas Tómasson var kvikmyndatökumaður, Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Ragna Fossberg sá um förðun og Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd. Mun myndin verða sýnd í flokknum Official selection 2018 Midnight section.Fyrsta íslenska myndin Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Bergmál er kvikmynd sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir og hefur verið valin inn á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Þrisvar áður hefur Rúnar verið valin með myndir til keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rúnar byrjaði að láta í sér kveða innan kvikmyndaheimsins þegar stuttmyndin Síðasti Bærinn var tilnefnd til Óskarverðlauna 2006. Síðan þá hafa myndir eftir hann hlotið yfir eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Myndin er framleidd af Nimbus Ísland, Pegasus, Nimbus Films og Halibut.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira