Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 22:30 James Pallotta. Vísir/Getty James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira