Húmorinn hafður að vopni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 06:00 Verkið fjallar um leikkonu sem er skikkuð í meðferð. Grímur Bjarnason „Emma er eiturklár og meinfyndin og velgir meðferðarfulltrúum sínum undir uggum.“ Þannig er aðalpersónu leikritsins Fólk, staðir, hlutir lýst. En fyrsta spurning til leikstjórans, Gísla Arnar Garðarssonar, er: Hvað merkir titillinn? „Þegar fólk fer í meðferð vegna fíknar er því kennt að það á að forðast ákveðið fólk, ákveðna staði og ákveðna hluti til að ná að halda sér á beinu brautinni. Í það er vísað með þessum titli. Þetta er mantra margra sem hafa farið í meðferðir og sumir eru með orðin people, places, things tattóveruð á sig. Skemmtilega tvistið er að í leitarglugganum á Fésbókinni standa þessi sömu orð, þá í jákvæðum skilningi.“ Verkið fjallar sem sagt um leikkonu sem er skikkuð í meðferð, eftir hneykslanlegt atvik á sviðinu. Hún þarf að fá vottorð um að hún sé hæf til að mæta aftur í vinnu og hún situr af sér allt meðferðarferlið án þess að vera sannfærð um að hún sé fíkill. „Við fylgjum henni á þessu ferðalagi,“ lýsir Gísli Örn og segir aðstæður í leikritinu grátbroslegar. „Höfundurinn, breska leikskáldið og leikstjórinn Duncan Macmillan, hefur húmorinn að vopni, þannig náum við tengslum við persónurnar, þær eru svo mannlegar. Sem þjóð erum við alltof mörg að díla við fíkn og það er víst auðveldara að redda sér dópi en panta pitsu þannig að þetta er alvöru samfélagsmál – bara alvöru – en fjölskyldur eiga erfitt með að ræða það og svo standa allir berskjaldaðir.“„Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja,“ segir Gísli Örn. Fréttablaðið/Anton BrinkGísli Örn frumsýndi Fólk, staðir hlutir í þjóðleikhúsinu í Noregi fyrir tveimur mánuðum. „Sýningin er unnin þannig að helmingur listræna teymisins er norskur og helmingurinn íslenskur, svo eru norskir leikarar í Noregi og íslenskir hérna. Það kom fólki á óvart í Noregi að sýningin er hástökkvari í vinsældum, hún tikkar í öll boxin, það er stuð og það er dramatík. Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja og það kannast allir við þetta efni, hvort sem þeir eru fíklar eða ekki.“ Leikendur hér eru Nína Dögg, Jóhann Sigurðarson, Björn Thors, Sigrún Edda, Edda Björg, Maríanna Clara og Hannes Óli. Sviðið er hvítt og eins og pilla eða pilluhylki í laginu og áhorfendur sitja sitt hvorum megin við það. „Það er eins svið úti í Noregi,“ segir Gísli Örn. „Sú sem leikur aðalhlutverkið þar heitir Íne, hér heitir hún Nína og þær voru aðeins utan í hvor annarri í ferlinu úti, Það var líka markmiðið að búa til samstarf milli landanna þannig að smit yrði á milli sem hefði áhrif á heildarútkomuna. Hrikalega gott og gefandi fyrirkomulag.“ Garðar Gíslason, faðir Gísla Arnar, þýddi verkið á íslensku. „Pabbi hefur skrifað margar kennslubækur, hann er kennari á meðferðarheimilinu í Krýsuvík, þannig að hann þekkir þennan heim og það tungutak sem þar tíðkast og það uppfærist mjög hratt. Það var því bónus að fá þýðingu frá einhverjum sem væri inni í því slangri akkúrat í dag, þannig verður talsmátinn hversdagslegur, áreynslulaus og flæðandi. Leikhópurinn kemur líka sterkur inn og við vinnum þetta öll saman. Við höfum verið með áhorfendur á forsýningum og það er hrikalega góð stemning, sýningin fer greinilega beint inn í hjartað á fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Emma er eiturklár og meinfyndin og velgir meðferðarfulltrúum sínum undir uggum.“ Þannig er aðalpersónu leikritsins Fólk, staðir, hlutir lýst. En fyrsta spurning til leikstjórans, Gísla Arnar Garðarssonar, er: Hvað merkir titillinn? „Þegar fólk fer í meðferð vegna fíknar er því kennt að það á að forðast ákveðið fólk, ákveðna staði og ákveðna hluti til að ná að halda sér á beinu brautinni. Í það er vísað með þessum titli. Þetta er mantra margra sem hafa farið í meðferðir og sumir eru með orðin people, places, things tattóveruð á sig. Skemmtilega tvistið er að í leitarglugganum á Fésbókinni standa þessi sömu orð, þá í jákvæðum skilningi.“ Verkið fjallar sem sagt um leikkonu sem er skikkuð í meðferð, eftir hneykslanlegt atvik á sviðinu. Hún þarf að fá vottorð um að hún sé hæf til að mæta aftur í vinnu og hún situr af sér allt meðferðarferlið án þess að vera sannfærð um að hún sé fíkill. „Við fylgjum henni á þessu ferðalagi,“ lýsir Gísli Örn og segir aðstæður í leikritinu grátbroslegar. „Höfundurinn, breska leikskáldið og leikstjórinn Duncan Macmillan, hefur húmorinn að vopni, þannig náum við tengslum við persónurnar, þær eru svo mannlegar. Sem þjóð erum við alltof mörg að díla við fíkn og það er víst auðveldara að redda sér dópi en panta pitsu þannig að þetta er alvöru samfélagsmál – bara alvöru – en fjölskyldur eiga erfitt með að ræða það og svo standa allir berskjaldaðir.“„Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja,“ segir Gísli Örn. Fréttablaðið/Anton BrinkGísli Örn frumsýndi Fólk, staðir hlutir í þjóðleikhúsinu í Noregi fyrir tveimur mánuðum. „Sýningin er unnin þannig að helmingur listræna teymisins er norskur og helmingurinn íslenskur, svo eru norskir leikarar í Noregi og íslenskir hérna. Það kom fólki á óvart í Noregi að sýningin er hástökkvari í vinsældum, hún tikkar í öll boxin, það er stuð og það er dramatík. Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja og það kannast allir við þetta efni, hvort sem þeir eru fíklar eða ekki.“ Leikendur hér eru Nína Dögg, Jóhann Sigurðarson, Björn Thors, Sigrún Edda, Edda Björg, Maríanna Clara og Hannes Óli. Sviðið er hvítt og eins og pilla eða pilluhylki í laginu og áhorfendur sitja sitt hvorum megin við það. „Það er eins svið úti í Noregi,“ segir Gísli Örn. „Sú sem leikur aðalhlutverkið þar heitir Íne, hér heitir hún Nína og þær voru aðeins utan í hvor annarri í ferlinu úti, Það var líka markmiðið að búa til samstarf milli landanna þannig að smit yrði á milli sem hefði áhrif á heildarútkomuna. Hrikalega gott og gefandi fyrirkomulag.“ Garðar Gíslason, faðir Gísla Arnar, þýddi verkið á íslensku. „Pabbi hefur skrifað margar kennslubækur, hann er kennari á meðferðarheimilinu í Krýsuvík, þannig að hann þekkir þennan heim og það tungutak sem þar tíðkast og það uppfærist mjög hratt. Það var því bónus að fá þýðingu frá einhverjum sem væri inni í því slangri akkúrat í dag, þannig verður talsmátinn hversdagslegur, áreynslulaus og flæðandi. Leikhópurinn kemur líka sterkur inn og við vinnum þetta öll saman. Við höfum verið með áhorfendur á forsýningum og það er hrikalega góð stemning, sýningin fer greinilega beint inn í hjartað á fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira