Penninn kaupir lundabúðir Sigga í Víking Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2018 16:26 Siggi í Víking ætlar að snúa sér að öðru en hann hefur selt Pennanum verslunarkeðju sína. visir/stefán Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16. Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16.
Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30
„Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38