Þar mætast fortíð og nútíð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 Ragnheiður og Guðríður Skugga við textílverk Ragnheiðar sem vísar í holdsveikraspítalann. Vísir/eyþór Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýninguna „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr myndlistardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigurjóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stendur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýninguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöldum. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endurgert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um.Kimi Tayler vinnur að verki sínu.Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást saltfiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esjunni í bakgrunni en á báðum myndunum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugarnesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holdsveikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textílverk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikraspítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýningarstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýninguna „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr myndlistardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigurjóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stendur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýninguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöldum. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endurgert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um.Kimi Tayler vinnur að verki sínu.Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást saltfiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esjunni í bakgrunni en á báðum myndunum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugarnesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holdsveikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textílverk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikraspítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýningarstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira