Sama myndin vekur mismunandi viðbrögð Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 08:00 Rakel var að hengja myndirnar upp þegar Fréttablaðið leit inn í Norr11 þar sem sýningin verður. Vísir/eyþór „Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
„Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira