Messufall í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Guardiola faðmar Franck Ribéry í leik Bayern München og Real Madrid 2014. Bayern tapaði 4-0. Ljósblái herinn hans Peps Guardiola tapaði 5-1 samanlagt fyrir Rauða hernum frá Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staða Manchester City var erfið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Anfield og þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn urðu vonir City að engu þegar Mohamed Salah jafnaði í 1-1 á 56. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo sigurmark Liverpool 13 mínútum fyrir leikslok. Guardiola horfði á seinni hálfleikinn úr stúkunni á Etihad. Undir lok fyrri hálfleik var mark ranglega dæmt af City vegna rangstöðu. Spánverjinn mótmælti og var sendur upp í stúku af landa sínum, Antonio Mateu Lahoz. Eftir leikinn sagðist Guardiola ekki hafa móðgað dómarann, aðeins sagt honum að markið hefði átt að standa.Þrjú töp í röð Tapið í gær var það þriðja á einni viku hjá City. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool og í millitíðinni fyrir Manchester United í leik þar sem City gat tryggt sér Englandsmeistaratitilinn. Það er þó ekki spurning hvort heldur hvenær City verður meistari, enda með 13 stiga forskot á United og á mjög auðvelda dagskrá fram undan. Þá eru lærisveinar Guardiola búnir að vinna deildabikarinn. En liðið ætlaði sér lengra í Meistaradeildinni, sem var ein af helstu ástæðunum fyrir því að City réð Guardiola fyrir tveimur árum. City komst einni umferð lengra í Meistaradeildinni í ár en í fyrra en lið sem eyðir rúmlega 250 milljónum punda í leikmenn á tímabilinu ætlar sér meira en að detta út í 8-liða úrslitum. City hefur reyndar ekki gert neinar rósir í Meistaradeildinni síðan olíufurstarnir frá Abú Dabí keyptu félagið fyrir áratug. City hefur lengst komist í undanúrslit fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. City hefur yfirburði heima fyrir en á enn eftir að leggja Evrópu undir sig.Ekki komist í úrslit síðan 2011 Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar á fyrstu þremur árum sínum sem stjóri Barcelona. En síðan 2011 hefur honum hvorki tekist að koma liði í úrslit Meistaradeildarinnar né landa bikarnum með stóru eyrun. Barcelona féll úr leik fyrir Chelsea 2012 og tímabilið á eftir var Guardiola í fríi frá þjálfun. Hann tók við Bayern München 2013 og undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þar lentu Bæjarar illa í því og réðu ekkert við skyndisóknir Real Madrid sem vann einvígið, samanlagt 5-0. Árið eftir hentu gömlu lærisveinar Guardiola í Barcelona Bayern úr leik í undanúrslitunum, samtals 5-3. Einvígið var nánast búið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum. Lionel Messi gerði Bayern lífið leitt í þeim leik en Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan hann hætti að þjálfa argentínska snillinginn. Bayern komst einnig í undanúrslit á þriðja og síðasta tímabili Guardiola þar en féll úr leik fyrir Atlético Madrid á útivallarmarki. Í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Guardiola, strandaði City svo á Monaco í 16-liða úrslitunum. Franska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.Varnarleysi á stóra sviðinu Varnarleikurinn hefur orðið liðunum hans Guardiola að falli í Meistaradeildinni undanfarin ár og þau eiga í sérstaklega miklum vandræðum með lið sem geta beitt skæðum skyndisóknum, eins og Liverpool. City fékk samtals á sig fimm mörk gegn Liverpool í ár og sex gegn Monaco í fyrra. Real Madrid skoraði fimm gegn Bayern 2014 og Barcelona fimm árið eftir. Guardiola gefur engan afslátt af sinni hugmyndafræði og stundum kemur það honum í koll. Líkurnar á því að hann breyti til og leggi meiri áherslu á varnarleik eru ekki miklar. Leikstíllinn sem hann predikar hefur þrátt fyrir allt skilað honum fjölda titla og verið lofaður í bak og fyrir.Betur má ef duga skal Þrátt fyrir ófarir síðustu þriggja leikja hefur Guardiola náð betra jafnvægi í leik City en í fyrra. Liðið hefur t.a.m. aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins United hefur haldið oftar hreinu. En betur má ef duga skal. Leikirnir gegn Liverpool og United sýndu það. Guardiola er með opin tékkhefti og mun eflaust ná í sterka leikmenn í sumar til að freista þess að koma City í fremstu röð í Evrópu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Ljósblái herinn hans Peps Guardiola tapaði 5-1 samanlagt fyrir Rauða hernum frá Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staða Manchester City var erfið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Anfield og þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn urðu vonir City að engu þegar Mohamed Salah jafnaði í 1-1 á 56. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo sigurmark Liverpool 13 mínútum fyrir leikslok. Guardiola horfði á seinni hálfleikinn úr stúkunni á Etihad. Undir lok fyrri hálfleik var mark ranglega dæmt af City vegna rangstöðu. Spánverjinn mótmælti og var sendur upp í stúku af landa sínum, Antonio Mateu Lahoz. Eftir leikinn sagðist Guardiola ekki hafa móðgað dómarann, aðeins sagt honum að markið hefði átt að standa.Þrjú töp í röð Tapið í gær var það þriðja á einni viku hjá City. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool og í millitíðinni fyrir Manchester United í leik þar sem City gat tryggt sér Englandsmeistaratitilinn. Það er þó ekki spurning hvort heldur hvenær City verður meistari, enda með 13 stiga forskot á United og á mjög auðvelda dagskrá fram undan. Þá eru lærisveinar Guardiola búnir að vinna deildabikarinn. En liðið ætlaði sér lengra í Meistaradeildinni, sem var ein af helstu ástæðunum fyrir því að City réð Guardiola fyrir tveimur árum. City komst einni umferð lengra í Meistaradeildinni í ár en í fyrra en lið sem eyðir rúmlega 250 milljónum punda í leikmenn á tímabilinu ætlar sér meira en að detta út í 8-liða úrslitum. City hefur reyndar ekki gert neinar rósir í Meistaradeildinni síðan olíufurstarnir frá Abú Dabí keyptu félagið fyrir áratug. City hefur lengst komist í undanúrslit fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. City hefur yfirburði heima fyrir en á enn eftir að leggja Evrópu undir sig.Ekki komist í úrslit síðan 2011 Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar á fyrstu þremur árum sínum sem stjóri Barcelona. En síðan 2011 hefur honum hvorki tekist að koma liði í úrslit Meistaradeildarinnar né landa bikarnum með stóru eyrun. Barcelona féll úr leik fyrir Chelsea 2012 og tímabilið á eftir var Guardiola í fríi frá þjálfun. Hann tók við Bayern München 2013 og undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þar lentu Bæjarar illa í því og réðu ekkert við skyndisóknir Real Madrid sem vann einvígið, samanlagt 5-0. Árið eftir hentu gömlu lærisveinar Guardiola í Barcelona Bayern úr leik í undanúrslitunum, samtals 5-3. Einvígið var nánast búið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum. Lionel Messi gerði Bayern lífið leitt í þeim leik en Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan hann hætti að þjálfa argentínska snillinginn. Bayern komst einnig í undanúrslit á þriðja og síðasta tímabili Guardiola þar en féll úr leik fyrir Atlético Madrid á útivallarmarki. Í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Guardiola, strandaði City svo á Monaco í 16-liða úrslitunum. Franska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.Varnarleysi á stóra sviðinu Varnarleikurinn hefur orðið liðunum hans Guardiola að falli í Meistaradeildinni undanfarin ár og þau eiga í sérstaklega miklum vandræðum með lið sem geta beitt skæðum skyndisóknum, eins og Liverpool. City fékk samtals á sig fimm mörk gegn Liverpool í ár og sex gegn Monaco í fyrra. Real Madrid skoraði fimm gegn Bayern 2014 og Barcelona fimm árið eftir. Guardiola gefur engan afslátt af sinni hugmyndafræði og stundum kemur það honum í koll. Líkurnar á því að hann breyti til og leggi meiri áherslu á varnarleik eru ekki miklar. Leikstíllinn sem hann predikar hefur þrátt fyrir allt skilað honum fjölda titla og verið lofaður í bak og fyrir.Betur má ef duga skal Þrátt fyrir ófarir síðustu þriggja leikja hefur Guardiola náð betra jafnvægi í leik City en í fyrra. Liðið hefur t.a.m. aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins United hefur haldið oftar hreinu. En betur má ef duga skal. Leikirnir gegn Liverpool og United sýndu það. Guardiola er með opin tékkhefti og mun eflaust ná í sterka leikmenn í sumar til að freista þess að koma City í fremstu röð í Evrópu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira