Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 09:00 Liðsmenn Liverpool fagna í gær. Vísir/Getty Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira