Dansararnir syngja og söngvararnir dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Melkorka Sigríður, höfundur Vakúm og söngvararnir Auðunn og Gunnar umvafin álteppunum sem þau nota í sýningunni. Vísir/Sigtryggur Hvernig byrjaði allt? Af hverju erum við svona – en ekki öðruvísi? Hvernig var fyrsta orðið, fyrsta setningin, fyrsti hláturinn, fyrsta skrefið, hvernig varð fyrsta stríðið? Þetta eru spurningar sem poppóperan Vakúm snýst um. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er höfundurinn. „Vakúm er dans- og poppópera um tómið og hvað getur orðið til úr engu. Flókið verk að búa til, margir spottar að hnýta en þeim mun meiri tilhlökkun að sýna,“ segir hún. Brátt er biðin eftir því á enda því frumsýningin er á morgun, fimmtudag, í Tjarnarbíói og hefst klukkan 20.30. Vakúm er flutt af dönsurunum Ásgeiri Helga Magnússyni og Elísu Lind Finnbogadóttur og söngvurunum Gunnari Ragnarssyni úr Grísalappalísu og Auðuni Lútherssyni úr hljómsveitinni Auði. Melkorka segir skilin milli hlutverka listafólksins afmáð. „Dansararnir syngja líka, þeir hafa verið á söngæfingum hjá Gunna og Auðuni og Gunnar og Auðunn hafa verið í stífum dansæfingum, Gunni er búinn að missa nokkur kíló á þeim! Það ganga allir í allt.“ „Já, við erum mjög þverfagleg,“ segir Gunnar glaðlega. „Og það verður að koma fram að Vakúm er líka mikið stuðverk. Eiginlega flugeldasýning.“ Melkorka segir meðgöngutíma verksins hafa verið um tvö ár.Dansararnir einbeittir á sviðinu í Tjarnarbíói.„Ég var ekki með línulega frásögn í byrjun og fyrir mér sem dansara er það eðlilegt. Maður þarf bara eina hugmynd og fer svo eins langt inn í hana og maður getur og víkkar hana út. Ferlið var þannig að ég byrjaði að vinna með mömmu, Auði Övu rithöfundi, gaf henni fræ, hún vann texta úr þeim og ég fór með þá til Árna Rúnars sem sér um tónlistina.“ Melkorka kveðst einnig hafa haft listræna stjórnendur með sér. „Fræin sem út úr samstarfinu komu féllu í góðan jarðveg hjá dönsurum og söngvurum og heilmikill spuni tók við. Það er hægt að leika sér mikið með 150 álteppi sem taka ekki á sig form fyrr en við búum þau til en við erum samt trú textanum. Fyrst er forleikur, svo Miklihvellur, fæðing, sambönd, eða sambandsleysi, eyðing, stríð og út úr því verður annað upphaf svo allt er hringrás, vissulega.“ Gunnar tekur við og lýsir sinni hlið. „Ljóðin hennar Auðar Övu eru akkerið. Ég byrjaði að vinna út frá þeim. Söng þau við tónlistina hans Árna í FM Belfast. Samt eru þau ekki söngtextar í hefðbundnum skilningi en hljómsveitin mín er ljóða- og pönksveit svo fyrir mig var það ekki framandi. Þegar maður er svo kominn inn í senur í verkinu er maður bara í einhverju ævintýri og reynir að vera trúr sjálfum sér og túlka hvernig manni líður á þeim stað. Þetta er búið að vera mjög gaman, alls konar rytmi.“ „Við erum með skýra línu í Vakúm en það skemmtilega við dansverk er að hver og einn getur túlkað þau á sinn hátt,“ segir Melkorka. „Ég held að fólk vilji ekkert endilega dansverk með tilgangi og skýringum en þetta verk er hægt að ræða eftir á og það er líka hægt að njóta þess sem tónleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Hvernig byrjaði allt? Af hverju erum við svona – en ekki öðruvísi? Hvernig var fyrsta orðið, fyrsta setningin, fyrsti hláturinn, fyrsta skrefið, hvernig varð fyrsta stríðið? Þetta eru spurningar sem poppóperan Vakúm snýst um. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er höfundurinn. „Vakúm er dans- og poppópera um tómið og hvað getur orðið til úr engu. Flókið verk að búa til, margir spottar að hnýta en þeim mun meiri tilhlökkun að sýna,“ segir hún. Brátt er biðin eftir því á enda því frumsýningin er á morgun, fimmtudag, í Tjarnarbíói og hefst klukkan 20.30. Vakúm er flutt af dönsurunum Ásgeiri Helga Magnússyni og Elísu Lind Finnbogadóttur og söngvurunum Gunnari Ragnarssyni úr Grísalappalísu og Auðuni Lútherssyni úr hljómsveitinni Auði. Melkorka segir skilin milli hlutverka listafólksins afmáð. „Dansararnir syngja líka, þeir hafa verið á söngæfingum hjá Gunna og Auðuni og Gunnar og Auðunn hafa verið í stífum dansæfingum, Gunni er búinn að missa nokkur kíló á þeim! Það ganga allir í allt.“ „Já, við erum mjög þverfagleg,“ segir Gunnar glaðlega. „Og það verður að koma fram að Vakúm er líka mikið stuðverk. Eiginlega flugeldasýning.“ Melkorka segir meðgöngutíma verksins hafa verið um tvö ár.Dansararnir einbeittir á sviðinu í Tjarnarbíói.„Ég var ekki með línulega frásögn í byrjun og fyrir mér sem dansara er það eðlilegt. Maður þarf bara eina hugmynd og fer svo eins langt inn í hana og maður getur og víkkar hana út. Ferlið var þannig að ég byrjaði að vinna með mömmu, Auði Övu rithöfundi, gaf henni fræ, hún vann texta úr þeim og ég fór með þá til Árna Rúnars sem sér um tónlistina.“ Melkorka kveðst einnig hafa haft listræna stjórnendur með sér. „Fræin sem út úr samstarfinu komu féllu í góðan jarðveg hjá dönsurum og söngvurum og heilmikill spuni tók við. Það er hægt að leika sér mikið með 150 álteppi sem taka ekki á sig form fyrr en við búum þau til en við erum samt trú textanum. Fyrst er forleikur, svo Miklihvellur, fæðing, sambönd, eða sambandsleysi, eyðing, stríð og út úr því verður annað upphaf svo allt er hringrás, vissulega.“ Gunnar tekur við og lýsir sinni hlið. „Ljóðin hennar Auðar Övu eru akkerið. Ég byrjaði að vinna út frá þeim. Söng þau við tónlistina hans Árna í FM Belfast. Samt eru þau ekki söngtextar í hefðbundnum skilningi en hljómsveitin mín er ljóða- og pönksveit svo fyrir mig var það ekki framandi. Þegar maður er svo kominn inn í senur í verkinu er maður bara í einhverju ævintýri og reynir að vera trúr sjálfum sér og túlka hvernig manni líður á þeim stað. Þetta er búið að vera mjög gaman, alls konar rytmi.“ „Við erum með skýra línu í Vakúm en það skemmtilega við dansverk er að hver og einn getur túlkað þau á sinn hátt,“ segir Melkorka. „Ég held að fólk vilji ekkert endilega dansverk með tilgangi og skýringum en þetta verk er hægt að ræða eftir á og það er líka hægt að njóta þess sem tónleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira