Þetta þýðir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fá ekki boðskort í brúðkaupið.
Ástæðan er stærð kirkjunnar þar sem athöfnin verður haldin en einnig sú staðreynd að Harry er aðeins sá fimmti í röðinni til að erfa krúnuna. Nú í apríl verður hann sjá sjötti til að erfa krúnuna þegar Katrín hertogaynja fæðir þriðja barna þeirra Vilhjálms Bretaprins.
Það er einnig staðfest að fyrrum forsetahjónum Bandaríkjanna, þeim Barack og Michelle Obama, verður heldur ekki boðið í brúðkaupið. Það vekur athygli því Harry er góður vina þeirra hjóna.

Gestalistinn verður töluvert styttri en þegar bróðir Harrys, Vilhjálmur gifti sig fyrir sjö árum. Þá voru stjórnmálamenn, sendiherrar og annað kóngafólk í heiminum viðstatt athöfnina enda Vilhjálmur væntanlegur konungur Bretlands.