Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Benedikt Bóas skrifar 27. apríl 2018 05:57 Skálmöld í öllu sínu veldi en nú vantar tvo í túrinn, þá Gunna Ben og Baldur. Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00