Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 08:00 Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ásamt Þorvaldi Ólafssyni, eiganda Errea á Íslandi með EM treyjuna. Vísir/ernir Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00