Sigur Fram var nokkuð tæpur en eftir jafnan og spennandi leik vann Fram með fjórum mörkum 26-22. Liðið tryggði sér því annan Íslandsmeistaratitilinn á tveimur árum.
Það gekk þó meira á í fagnaðarlátunum eftir leik því eftir bikarafhendinguna brotnaði bikarinn er hann gekk á milli leikmanna á verðlaunapallinum.
Er Ragnheiður Júlíusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir voru að virða fyrir sér bikarinn virtist hann einfaldlega detta í sundur.
Skemmtilegar myndir af þessu og meira til má sjá hér neðar í fréttinni.





