Engin ný viðskipti fyrr en að loknum úttektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/ernir Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00
Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00