Dansinn hefur fylgt mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Kveðjustundin að lokinni vorsýningu skólans var tregablandin. Vísir/Anton Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira