God of War: Leikur ársins kominn snemma Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2018 10:45 Kratos of Atreus að láta til sín taka. Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. Útlitið, andrúmsloftið, sagan, bardagarnir, þrautirnar, tónlitsin og allt. Það er allt geggjað og þetta er án efa langbesti God of War leikurinn. Mjög mörgu hefur verið breytt og öllu til hins betra. Stríðsguðinn og allsherjar-naglinn Kratos er snúinn aftur. Það er erfitt að líta á þennan leik sem framhald af seríunni um Kratos og líklega er best að hugsa um God of War sem nýtt upphaf en þó með mikilli baksögu. Það er eitt sem er ekki geggjað við God of War. Það er hvernig íslenskan er svívirt í þessum leik. Það er auðvitað gaman þegar persónur leiksins tala íslensku en það verður seint hægt að segja að það sé vel gert. Skiljanlega svo sem. Eftir að hafa myrt faðir sinn Seif og alla guði Grikklands til forna er Kratos nú eiginlega í felum í umdæmi norrænna guða. Þar sló hann sér upp með konu og eignaðist soninn, Atreus. Þegar leikurinn byrjar er móðir Atreus ný dáin og Kratos þarf að ala upp son sinn einn. Án þess að skemma nokkuð þá breytast aðstæður þeirra feðga hratt og þeir þurfa að ferðast um hina níu heima til að lifa af.Þegar maður hugsar um God of War leikina er persónusköpun ekki ofarlega á lista yfir það besta sem leikirnir hafa boðið upp á. Kratos er ekki lengur bara reiður (þó reiði hans hafi verið mjög skiljanleg). Hann er flókin persóna sem á erfitt með að sættast við fortíð sína og virðist hata sjálfan sig og aðra guði af lífsins sálar kröftum. Eins og áður segir er Kratos aftur orðinn pabbi Áður en ég byrjaði að spila óttaðist ég að Atreus yrði bara fyrir manni og hann yrði leiðinlegur. Taldi vel koma til greina að Kratos myndi myrða annað barn sitt en það voru óþarfa áhyggjur. Atreus er bara fínn og samræður hans, Kratos og Mímis eru einstaklega áhugaverðar. Þær varpa oft ljósi á hve miklir drullusokkar hinir norrænu guðir eru í söguheiminum og af hverju það er líklegast rétt hjá Kratos að hata aðra guði. Flestar þessar samræður gerast þegar þeir feðgar eru að róa á árabáti sínum og yfirleitt stoppa ég til að hlusta. Það sem er þó hvað áhugaverðast í sambandi þeirra feðga og kemur mjög fljótt fram, er að Kratos óttast mest af öllu að Atreus verði eins og hann var. Það er fullur af bræði og Kratos ver miklum tíma í að kenna syni sínum að hafa stjórn á tilfinningum sínum, með misgóðum árangri, og á sama tíma kennir Kratos honum að berjast. Sagan í GOW er djúp og góð. Henni fylgir jafnvel smá Last of Us tilfinning. Atreus lærir að beita boga sínum sífellt betur og hann verður fljótt mikilvægur í bardögum þeirra feðga. Framleiðendur GOW tóku þá ákvörðun að Atreus geti ekki dáið og að spilarar þurfa í rauninni lítið að spá í honum. Það var án efa sú besta ákvörðun sem þeir gátu tekið.Keimur af Dark Souls Kratos er búinn að leggja hin frægu sverð sín á hilluna og er þess í stað vopnaður öxi eiginkonu sinnar. Öxinni fylgir mikil stemning því Kratos getur kastað henni og látið hana koma fljúgandi aftur til sín, ekki ólíkt Þór í Marvel kvikmyndunum. Þessi öxi er, eins og svo margt annað í God of War, geggjuð. Það er lygilega ánægjulegt að kasta öxi Kratos í enni draugs, frysta hann, og stökkva svo á næsta óvin og ganga frá honum með berum höndum, áður en öxin kemur fljúgandi aftur til Kratos. Það er gífurleg fjölbreytni í bardagakerfi God of War, sem sækir í brunn Dark Souls seríunnar. Þó Kratos sé ekki vopnaður öðru en öxinni góðu þá er fjölmargt sem hann getur gert við hana. Það er sérstaklega eitt smáatriði sem ég vil segja frá til marks um það hve gott bardagakerfi God of War er. Ég var að berjast við tvo Vúlfa (einhverskonar varúlfar) sem stukku alltaf frá öxi Kratos þegar ég kastaði henni. Í eitt sinn sem ég fleygði henni í hugsunarleysi stökk annar Vúlfurinn frá en hinn stóð fyrir aftan þann fyrri. Sá seinni stökk ekki frá öxinni þar sem hann sá hana of seint og hafði ekki tíma til að stökkva undan. Í flestum öðrum leikjum hefðu báðir Vúlfarnir komið sér undan öxinni. Þetta smáatriði er til marks um þá miklu og góðu vinnu sem hefur greinilega verið lögð í GOW. Það eru mörg smáatriði sem mér hefur þótt gera mjög mikið fyrir leikinn. Í gömlu leikjunum var sjónarhorn spilara mjög vítt en nú er það allt öðruvísi. Nú horfum við yfir öxlina á Kratos. Það gerir mjög mikið fyrir leikinn. Nálægðin við bardaga er mun meiri og það hentar öxinni mjög vel. Þá er mun meira lagt upp úr því að Kratos rúlli sér undan höggum óvina sinna. Þessi blanda af gömlu God of War leikjunum og Dark Souls kemur mjög vel út. Maður finnur mun betur fyrir höggum Kratos, ef svo má að orði komast.Bardagakerfið útskýrt Að þessu sinni gerist God of War í opnum-ish heimi þar sem spilarar geta varið tíma í að eltast við falda fjársjóði og uppgötva leyndardóma Miðgarðs og annarra heima goðafræðinnar. Það virðist ávalt vera hægt að finna eitthvað nýtt ævintýri á bak við næsta stein en spilarar munu oft rekast á óvini og fjársjóði sem þeir geta ekki nálgast fyrr en seinna meir. Kratos og Atreus eru alltaf að læra eitthvað nýtt. Fjársjóðir þessir innihalda að mestu hluti sem hægt er að nota til að smíða brynjur og fleira fyrir Kratos og uppfæra vopn hans. Mismunandi brynjum og öðru galdradóti fylgja mismunandi bónusar sem hægt er að nota til að sniða að spilurum og hvernig þeir berjast. Söguheimur GOW er ekki sá stærsti en hann er vel hannaður. Það er mjög mikið gert úr þessu litla svæði og það er mjög auðvelt að láta stærðarinnar svæði fara fram hjá sér þar sem maður gleymir að kíkja inn í lítinn helli. Það sem er samt hvað best við söguheiminn er hve fjölbreyttur og flottur hann er. Leikurinn var í um fimm ár í framleiðslu og sá tími hefur greinilega verið vel nýttur. Hvert svæði leiksins er einstakt og flott á sérstakan hátt.Samantekt-ish Þetta er búið að vera mikil lofræða um kosti God of War en hún á svo sannarlega rétt á sér. God of War er frábær í alla staði. Þó ekki sé langt liðið af árinu og nokkrir efnilegir leikir eiga eftir að koma út, þá er ekki ólíklegt að God of War sé leikur ársins. Bardagarnir eru sérstaklega skemmtilegir og í senn mjög erfiðir á köflum. Spilarar munu oft rekast á óvini sem þeir þurfa að hörfa frá og reyna við aftur seinna. Þá er mikið af þrautum í leiknum, eins og öðrum leikjum seríunnar, og þær eru sömuleiðis skemmtilegar og oft mjög krefjandi. Það er í rauninni ekkert sem mér dettur í hug að setja út á.Ef einhverjir vilja rifja upp sögu Kratos er gott að horfa á þetta myndband. Cory Barlog, leikstjóri God of War, bregst við dómum um leikinn. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. Útlitið, andrúmsloftið, sagan, bardagarnir, þrautirnar, tónlitsin og allt. Það er allt geggjað og þetta er án efa langbesti God of War leikurinn. Mjög mörgu hefur verið breytt og öllu til hins betra. Stríðsguðinn og allsherjar-naglinn Kratos er snúinn aftur. Það er erfitt að líta á þennan leik sem framhald af seríunni um Kratos og líklega er best að hugsa um God of War sem nýtt upphaf en þó með mikilli baksögu. Það er eitt sem er ekki geggjað við God of War. Það er hvernig íslenskan er svívirt í þessum leik. Það er auðvitað gaman þegar persónur leiksins tala íslensku en það verður seint hægt að segja að það sé vel gert. Skiljanlega svo sem. Eftir að hafa myrt faðir sinn Seif og alla guði Grikklands til forna er Kratos nú eiginlega í felum í umdæmi norrænna guða. Þar sló hann sér upp með konu og eignaðist soninn, Atreus. Þegar leikurinn byrjar er móðir Atreus ný dáin og Kratos þarf að ala upp son sinn einn. Án þess að skemma nokkuð þá breytast aðstæður þeirra feðga hratt og þeir þurfa að ferðast um hina níu heima til að lifa af.Þegar maður hugsar um God of War leikina er persónusköpun ekki ofarlega á lista yfir það besta sem leikirnir hafa boðið upp á. Kratos er ekki lengur bara reiður (þó reiði hans hafi verið mjög skiljanleg). Hann er flókin persóna sem á erfitt með að sættast við fortíð sína og virðist hata sjálfan sig og aðra guði af lífsins sálar kröftum. Eins og áður segir er Kratos aftur orðinn pabbi Áður en ég byrjaði að spila óttaðist ég að Atreus yrði bara fyrir manni og hann yrði leiðinlegur. Taldi vel koma til greina að Kratos myndi myrða annað barn sitt en það voru óþarfa áhyggjur. Atreus er bara fínn og samræður hans, Kratos og Mímis eru einstaklega áhugaverðar. Þær varpa oft ljósi á hve miklir drullusokkar hinir norrænu guðir eru í söguheiminum og af hverju það er líklegast rétt hjá Kratos að hata aðra guði. Flestar þessar samræður gerast þegar þeir feðgar eru að róa á árabáti sínum og yfirleitt stoppa ég til að hlusta. Það sem er þó hvað áhugaverðast í sambandi þeirra feðga og kemur mjög fljótt fram, er að Kratos óttast mest af öllu að Atreus verði eins og hann var. Það er fullur af bræði og Kratos ver miklum tíma í að kenna syni sínum að hafa stjórn á tilfinningum sínum, með misgóðum árangri, og á sama tíma kennir Kratos honum að berjast. Sagan í GOW er djúp og góð. Henni fylgir jafnvel smá Last of Us tilfinning. Atreus lærir að beita boga sínum sífellt betur og hann verður fljótt mikilvægur í bardögum þeirra feðga. Framleiðendur GOW tóku þá ákvörðun að Atreus geti ekki dáið og að spilarar þurfa í rauninni lítið að spá í honum. Það var án efa sú besta ákvörðun sem þeir gátu tekið.Keimur af Dark Souls Kratos er búinn að leggja hin frægu sverð sín á hilluna og er þess í stað vopnaður öxi eiginkonu sinnar. Öxinni fylgir mikil stemning því Kratos getur kastað henni og látið hana koma fljúgandi aftur til sín, ekki ólíkt Þór í Marvel kvikmyndunum. Þessi öxi er, eins og svo margt annað í God of War, geggjuð. Það er lygilega ánægjulegt að kasta öxi Kratos í enni draugs, frysta hann, og stökkva svo á næsta óvin og ganga frá honum með berum höndum, áður en öxin kemur fljúgandi aftur til Kratos. Það er gífurleg fjölbreytni í bardagakerfi God of War, sem sækir í brunn Dark Souls seríunnar. Þó Kratos sé ekki vopnaður öðru en öxinni góðu þá er fjölmargt sem hann getur gert við hana. Það er sérstaklega eitt smáatriði sem ég vil segja frá til marks um það hve gott bardagakerfi God of War er. Ég var að berjast við tvo Vúlfa (einhverskonar varúlfar) sem stukku alltaf frá öxi Kratos þegar ég kastaði henni. Í eitt sinn sem ég fleygði henni í hugsunarleysi stökk annar Vúlfurinn frá en hinn stóð fyrir aftan þann fyrri. Sá seinni stökk ekki frá öxinni þar sem hann sá hana of seint og hafði ekki tíma til að stökkva undan. Í flestum öðrum leikjum hefðu báðir Vúlfarnir komið sér undan öxinni. Þetta smáatriði er til marks um þá miklu og góðu vinnu sem hefur greinilega verið lögð í GOW. Það eru mörg smáatriði sem mér hefur þótt gera mjög mikið fyrir leikinn. Í gömlu leikjunum var sjónarhorn spilara mjög vítt en nú er það allt öðruvísi. Nú horfum við yfir öxlina á Kratos. Það gerir mjög mikið fyrir leikinn. Nálægðin við bardaga er mun meiri og það hentar öxinni mjög vel. Þá er mun meira lagt upp úr því að Kratos rúlli sér undan höggum óvina sinna. Þessi blanda af gömlu God of War leikjunum og Dark Souls kemur mjög vel út. Maður finnur mun betur fyrir höggum Kratos, ef svo má að orði komast.Bardagakerfið útskýrt Að þessu sinni gerist God of War í opnum-ish heimi þar sem spilarar geta varið tíma í að eltast við falda fjársjóði og uppgötva leyndardóma Miðgarðs og annarra heima goðafræðinnar. Það virðist ávalt vera hægt að finna eitthvað nýtt ævintýri á bak við næsta stein en spilarar munu oft rekast á óvini og fjársjóði sem þeir geta ekki nálgast fyrr en seinna meir. Kratos og Atreus eru alltaf að læra eitthvað nýtt. Fjársjóðir þessir innihalda að mestu hluti sem hægt er að nota til að smíða brynjur og fleira fyrir Kratos og uppfæra vopn hans. Mismunandi brynjum og öðru galdradóti fylgja mismunandi bónusar sem hægt er að nota til að sniða að spilurum og hvernig þeir berjast. Söguheimur GOW er ekki sá stærsti en hann er vel hannaður. Það er mjög mikið gert úr þessu litla svæði og það er mjög auðvelt að láta stærðarinnar svæði fara fram hjá sér þar sem maður gleymir að kíkja inn í lítinn helli. Það sem er samt hvað best við söguheiminn er hve fjölbreyttur og flottur hann er. Leikurinn var í um fimm ár í framleiðslu og sá tími hefur greinilega verið vel nýttur. Hvert svæði leiksins er einstakt og flott á sérstakan hátt.Samantekt-ish Þetta er búið að vera mikil lofræða um kosti God of War en hún á svo sannarlega rétt á sér. God of War er frábær í alla staði. Þó ekki sé langt liðið af árinu og nokkrir efnilegir leikir eiga eftir að koma út, þá er ekki ólíklegt að God of War sé leikur ársins. Bardagarnir eru sérstaklega skemmtilegir og í senn mjög erfiðir á köflum. Spilarar munu oft rekast á óvini sem þeir þurfa að hörfa frá og reyna við aftur seinna. Þá er mikið af þrautum í leiknum, eins og öðrum leikjum seríunnar, og þær eru sömuleiðis skemmtilegar og oft mjög krefjandi. Það er í rauninni ekkert sem mér dettur í hug að setja út á.Ef einhverjir vilja rifja upp sögu Kratos er gott að horfa á þetta myndband. Cory Barlog, leikstjóri God of War, bregst við dómum um leikinn.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira