Spilar á sögufrægt James Bond og Bítla-horn Benedikt Bóas skrifar 23. apríl 2018 06:00 Kjartan Ólafsson leikur á merkilegt horn í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst. Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst.
Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið