Góður gangur í sjóbirtingsánum Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2018 12:00 Vænn usjóbirtingur úr Eyjafjarðará Mynd: Eyjafjarðará FB Eftir algjöra sprengjuopnun í flestum sjóbirtingsánum er veiðin engu að síður ennþá ágæt í þeim flestum. Sjóbirtingurinn fer nú á næstu dögum og vikum að ganga úr ánum og þá dettur veiðin niður svo það er um að gera að nýta tímann vel fram að því. Veiðifréttir sem við fáum eru yfirleitt góðar af sjóbirtingsslóðum og það virðist sem mikið af fiski sé ennþá í vel flestum ám. Eyjafjarðará virðist til að mynda ekki mikið nefnd þegar talað er um sjóbirting en hún er ein skemmtilegasta bleikjuá landsins en í hana gengur nokkur sjóbirtingur. Það er sama sagan þar eftir að veiðimenn fóru í meiri að sleppa öllum sjóbirting að nú veiðist meira af honum og í stærðum sem voru áður afar sjaldgæfar. Það er samhljómur úr þeim ám þar sem sjóbirting er sleppt aftur, meira veiðist og miklu meira af stærri fiskum. Vissulega eru sumir fiskarnir að veiðast aftur en það breytir engu fyrir veiðimanninn sem þreytir vænan sjóbirting að hann hafa att kappi við annan veiðimann áður. Ánægjan er engu minni. Veitt og sleppt hefur svo sannarlega sýnt sig á þessum svæðum, um það verður ekki deilt. Í einhverjum ánum fá veiðimenn að taka með sér nokkra fiska og er þá yfirleitt verið að hirða minni geldfisk en stórum fiskum sleppt aftur. Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði
Eftir algjöra sprengjuopnun í flestum sjóbirtingsánum er veiðin engu að síður ennþá ágæt í þeim flestum. Sjóbirtingurinn fer nú á næstu dögum og vikum að ganga úr ánum og þá dettur veiðin niður svo það er um að gera að nýta tímann vel fram að því. Veiðifréttir sem við fáum eru yfirleitt góðar af sjóbirtingsslóðum og það virðist sem mikið af fiski sé ennþá í vel flestum ám. Eyjafjarðará virðist til að mynda ekki mikið nefnd þegar talað er um sjóbirting en hún er ein skemmtilegasta bleikjuá landsins en í hana gengur nokkur sjóbirtingur. Það er sama sagan þar eftir að veiðimenn fóru í meiri að sleppa öllum sjóbirting að nú veiðist meira af honum og í stærðum sem voru áður afar sjaldgæfar. Það er samhljómur úr þeim ám þar sem sjóbirting er sleppt aftur, meira veiðist og miklu meira af stærri fiskum. Vissulega eru sumir fiskarnir að veiðast aftur en það breytir engu fyrir veiðimanninn sem þreytir vænan sjóbirting að hann hafa att kappi við annan veiðimann áður. Ánægjan er engu minni. Veitt og sleppt hefur svo sannarlega sýnt sig á þessum svæðum, um það verður ekki deilt. Í einhverjum ánum fá veiðimenn að taka með sér nokkra fiska og er þá yfirleitt verið að hirða minni geldfisk en stórum fiskum sleppt aftur.
Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði