65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. apríl 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Brim Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldin Dynamics er Vaxtarsproti ársins Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Sjá meira
Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldin Dynamics er Vaxtarsproti ársins Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Sjá meira
Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30