45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 10:00 Bebeto fagnar á frægan máta með liðsfélögum sínum. vísir/getty Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu?Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð.O #SportingCP informa que chegou a acordo com o @estorilpraiasad para a transferência de Mattheus Oliveira. https://t.co/RMvyWAEtEP pic.twitter.com/rXvTSW7WGJ— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) May 15, 2017 Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir. Eu,nossa querida amiga #Patriciapoeta e meu filhão @mattheus7 na gravação do especial da Copa do Mundo para o Jornal Nacional. Muito feliz em recordar todos aqueles momentos lindos da conquista do Tetra! A post shared by José Roberto Gama De Oliveira (@bebeto7) on Jun 5, 2014 at 5:42pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu?Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð.O #SportingCP informa que chegou a acordo com o @estorilpraiasad para a transferência de Mattheus Oliveira. https://t.co/RMvyWAEtEP pic.twitter.com/rXvTSW7WGJ— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) May 15, 2017 Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir. Eu,nossa querida amiga #Patriciapoeta e meu filhão @mattheus7 na gravação do especial da Copa do Mundo para o Jornal Nacional. Muito feliz em recordar todos aqueles momentos lindos da conquista do Tetra! A post shared by José Roberto Gama De Oliveira (@bebeto7) on Jun 5, 2014 at 5:42pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00