Allt undir í Vallaskóla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2018 08:00 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið frá FH eftir tímabilið, ásamt öðrum. Vísir/Anton Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í einvíginu, þegar úrslit leikjanna fjögurra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verður væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í oddaleik að fá helminginn af miðunum,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kaplakrika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn.Ótrúlegur Einar Einar Sverrisson hefur farið hamförum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíginu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í einvíginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur.Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einnig út í atvinnumennsku eftir tímabilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.Sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildarmeisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm oddaleikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppninni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leikstjórnandi Selfoss var Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálfari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í einvíginu, þegar úrslit leikjanna fjögurra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verður væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í oddaleik að fá helminginn af miðunum,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kaplakrika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn.Ótrúlegur Einar Einar Sverrisson hefur farið hamförum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíginu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í einvíginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur.Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einnig út í atvinnumennsku eftir tímabilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.Sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildarmeisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm oddaleikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppninni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leikstjórnandi Selfoss var Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálfari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira