Frjókornin láta á sér kræla Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Þótt flestir hlakki til sumarsins eru margir sem þjást yfir þann tíma af völdum frjókornaofnæmis. Vísir/getty Þótt sumarið sé enn handan við hornið eru frjókorn frá túnfíflum og trjám á borð við aspir, birki og víði þegar farin að valda mörgum óþægindum. Grasfrjó eru algengasti ofnæmisvaldurinn hérlendis en búast má við að þau fari af stað á næstu dögum og vikum. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér helst með einkennum og óþægindum í augum, nefi, nefkoki, eyrum og stundum jafnvel með astma. Þessi ofnæmiseinkenni geta minnt á kvef og því eru margir sem telja sig þjást af svokölluðu sumarkvefi en ekki ofnæmi. Þá getur þreyta fylgt þessum einkennum.Best að draga úr einkennum Hægt er að draga verulega úr einkennum frjókornaofnæmis með því að nota réttu lyfin en þau hafa fyrirbyggjandi áhrif. Best er að leita til læknis til að fá réttu lyfin, auk þess sem sum þeirra eru lyfseðilsskyld. Þau lyf sem helst eru notuð eru steranefúði, ofnæmistöflur og ofnæmisaugndropar. Gott er að taka þessi lyf á sama tíma til að fá sem bestu verkun en mismunandi er hvort það henti fólki að taka lyfin kvölds eða morgna. Sumum finnst lyfin valda þreytu en ekki má gleyma að frjókornaofnæmið sjálft getur haft þau áhrif. Mælt er með því að byrja að nota nefúða um tveimur vikum áður en frjókornin fara af stað. Um leið og frekari einkenna verður vart ætti fólk að byrja að taka ofnæmistöflur og -augndropa daglega. Hver og einn þarf að finna út hvaða tími dagsins hentar best til þess. Sumir taka lyfin að morgni en aðrir að kvöldi.Ofnæmi en ekki einbeitingarskortur Fólk á öllum aldri getur fengið frjókornaofnæmi og oft kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ofnæmispróf sker úr um hvort eða hvernig frjókornaofnæmi hrjáir fólk en prófið þarf að gera að hausti til þegar ofnæmisvakar eru ekki lengur í loftinu. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Bandaríkjunum hafa ofnæmislæknar þar í landi bent á að ekki sé óalgengt að frjókornaofnæmi sé vangreint hjá börnum. Þau séu talin eiga við einbeitingarskort og námserfiðleika að etja en í raun séu þau með frjókornaofnæmi sem valdi þeim vanlíðan með þessum afleiðingum. Ofnæmislæknar vestanhafs vilja meina að ef börn eigi erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér geti orsökin verið sú að þau þjáist af höfuðverk vegna bólgu í kinnholum og kláða í augum. Þeir segja að börn geti átt erfitt með að útskýra hvernig þeim líður og þess vegna geti reynst erfitt að finna út hvað hrjáir þau í raun og veru. Því er mælt með að foreldrar fylgist vel með líðan barna sinna og hafi augun opin fyrir því hvort þau eigi betur með að einbeita sér þegar engin frjókorn eru í lofti. Gott að forðast ofnæmisvakann Þeir sem eru með frjókornaofnæmi geta sjálfir gert eitt og annað til að halda einkennum niðri. Ráð er að sofa ekki við opinn glugga, þurrka þvott innandyra, nota stór sólgleraugu og jafnvel hatta eða húfur og skola andlit og hár reglulega með vatni. Þá ættu þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói ekki að slá gras. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
Þótt sumarið sé enn handan við hornið eru frjókorn frá túnfíflum og trjám á borð við aspir, birki og víði þegar farin að valda mörgum óþægindum. Grasfrjó eru algengasti ofnæmisvaldurinn hérlendis en búast má við að þau fari af stað á næstu dögum og vikum. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér helst með einkennum og óþægindum í augum, nefi, nefkoki, eyrum og stundum jafnvel með astma. Þessi ofnæmiseinkenni geta minnt á kvef og því eru margir sem telja sig þjást af svokölluðu sumarkvefi en ekki ofnæmi. Þá getur þreyta fylgt þessum einkennum.Best að draga úr einkennum Hægt er að draga verulega úr einkennum frjókornaofnæmis með því að nota réttu lyfin en þau hafa fyrirbyggjandi áhrif. Best er að leita til læknis til að fá réttu lyfin, auk þess sem sum þeirra eru lyfseðilsskyld. Þau lyf sem helst eru notuð eru steranefúði, ofnæmistöflur og ofnæmisaugndropar. Gott er að taka þessi lyf á sama tíma til að fá sem bestu verkun en mismunandi er hvort það henti fólki að taka lyfin kvölds eða morgna. Sumum finnst lyfin valda þreytu en ekki má gleyma að frjókornaofnæmið sjálft getur haft þau áhrif. Mælt er með því að byrja að nota nefúða um tveimur vikum áður en frjókornin fara af stað. Um leið og frekari einkenna verður vart ætti fólk að byrja að taka ofnæmistöflur og -augndropa daglega. Hver og einn þarf að finna út hvaða tími dagsins hentar best til þess. Sumir taka lyfin að morgni en aðrir að kvöldi.Ofnæmi en ekki einbeitingarskortur Fólk á öllum aldri getur fengið frjókornaofnæmi og oft kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ofnæmispróf sker úr um hvort eða hvernig frjókornaofnæmi hrjáir fólk en prófið þarf að gera að hausti til þegar ofnæmisvakar eru ekki lengur í loftinu. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Bandaríkjunum hafa ofnæmislæknar þar í landi bent á að ekki sé óalgengt að frjókornaofnæmi sé vangreint hjá börnum. Þau séu talin eiga við einbeitingarskort og námserfiðleika að etja en í raun séu þau með frjókornaofnæmi sem valdi þeim vanlíðan með þessum afleiðingum. Ofnæmislæknar vestanhafs vilja meina að ef börn eigi erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér geti orsökin verið sú að þau þjáist af höfuðverk vegna bólgu í kinnholum og kláða í augum. Þeir segja að börn geti átt erfitt með að útskýra hvernig þeim líður og þess vegna geti reynst erfitt að finna út hvað hrjáir þau í raun og veru. Því er mælt með að foreldrar fylgist vel með líðan barna sinna og hafi augun opin fyrir því hvort þau eigi betur með að einbeita sér þegar engin frjókorn eru í lofti. Gott að forðast ofnæmisvakann Þeir sem eru með frjókornaofnæmi geta sjálfir gert eitt og annað til að halda einkennum niðri. Ráð er að sofa ekki við opinn glugga, þurrka þvott innandyra, nota stór sólgleraugu og jafnvel hatta eða húfur og skola andlit og hár reglulega með vatni. Þá ættu þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói ekki að slá gras.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira