Meta Heimavelli 2 til 26 prósent yfir útboðsgengi Helgi Vífill skrifar 5. maí 2018 08:45 Heimavellir eiga meðal annars íbúðir í Bryggjuhverfinu. fréttablaðið/vilhelm Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, samkvæmt tilboðsbók B. Verðmatsgengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármálahrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboðinu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast samhliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteignafélög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 prósentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteignafélögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leiguíbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlutfallið hafi haldist þrátt fyrir verulegan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunartekjur íbúa. Því virðist að landsmenn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmatinu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftirspurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félagsins og skapa óvissu um rekstrarforsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðsfélög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti markaðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmannaíbúðir, samkvæmt mati Heimavalla. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, samkvæmt tilboðsbók B. Verðmatsgengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármálahrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboðinu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast samhliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteignafélög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 prósentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteignafélögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leiguíbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlutfallið hafi haldist þrátt fyrir verulegan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunartekjur íbúa. Því virðist að landsmenn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmatinu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftirspurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félagsins og skapa óvissu um rekstrarforsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðsfélög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti markaðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmannaíbúðir, samkvæmt mati Heimavalla.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira