Settu á svið líkfund við Alþingishúsið fyrir Ófærð 2 Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 14:07 Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók meðfylgjandi mynd af tökunum við Alþingishúsið. Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög