„Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2018 15:15 Gullfoss er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands. Vísir/Ernir Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. Þá sé mikilvægt að stigið verði á bremsuna varðandi fjölda ferðamanna sem hingað komi, tími sóknarleiksins sé liðinn og að spila þurfi varnarleik áður en illa fari. Lansky hélt erindi á morgunfundi Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans í morgun þar sem viðfangsefnið var tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Erindi Lansky bar heitið „Smarter Roadmap to Manage Tourism.“ Hóf hann mál sitt á að segja að sá vöxtur sem verið hefur í komu ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum væri án fordæma og að í margra ára starfi við ferðamál hafi hann aldrei séð annað eins. Sá vöxtur gæti þó ekki gengið til lengri tíma.Horfa má á erindi Lansky hér fyrir neðan. það hefst þegar um klukkustund og 43 mínútur eru liðnar af myndbandinu. „Ímyndið ykkur að þið ættuð barn sem vex um 22 sentimetra á ári. Á einhverjum tímapunkti ferðu að hafa áhyggjur af svo miklum vexti,“ sagði Lansky og velti því fyrir sér af hverju á sama tíma töluverðir fjármunir væru lagðir í að auglýsa Ísland sem áfangastað.„En ímynduð ykkur á sama tíma að þið séuð að gefa barninu vaxtarhormón. Ég velti því fyrir mér af hverju þið eru að leggja eitt penný í að auglýsa Ísland á sama tíma og vöxturinn er svo mikill. Þetta er tíminn til þess að fara að stiga á bremsurnar og hugsa, þetta getur ekki haldið áfram, vegna þess að þetta getur ekki haldið áfram,“ sagði Lansky.Doug LanskyVísirEkki hægt að dreifa ferðamönnum ef allir koma til landsins á sama stað Í erindi sínu fjallaði Lansky um hugtakið „overtourism“ sem lýsir því ástandi sem verður til á áfangastöðum þar sem heimamenn eða gestir upplifa sig aðþrengda vegna of margra gesta á tilteknum stað. Vísbendingar eru um að ferðamenn hér á landi séu í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna. Líkti Lansky hugtakinu við akrein á mislægum gatnamótum sem allir þyrftu að nota til að komast til vinnu á morgnana, á sama tíma og aðrar akreinar á gatnamótunum væru lítið notaðar. Segja má að þetta rými við Ísland þar sem mestur fjöldi ferðamanna ferðast um Suður- og Suðvesturland á meðan minna fer fyrir ferðamönnum í öðrum landshlutum. Réttara væri því að tala um ferðamennsku sem væri í ójafnvægi frekar en að tala um „overtourism“ þar sem svigrúm væri fyrir fleiri ferðamenn ef þeim væri dreift betur. Það væri þó tómt mál að tala um ef allir ferðamenn sem hingað koma til lands lenda á sama flugvelli. „Segjum að þið séuð með frábæran flugvöll á Norðausturlandi og ferðamenn lenda þar og fara í 4-5 daga ferðir þar, ánægðir með ferðina og svo fara þeir þaðan. Svo lengi sem þeir lenda á öðrum flugvelli og fara þaðan er það fínt en ef þeir lenda hér og fara eitthvað annað eru þeir alltaf líka að fara í Bláa lónið, Gullna hringinn og labba upp Laugaveginn þar sem allir eru,“ sagði Lansky.Úrelt hugsun að sækjast eftir enn fleiri ferðamönnum Sagði Lansky að krafan um að fá alltaf fleiri og fleiri ferðamenn á hverju ári væri að úreldast. Enginn vildi að ferðamennskan yrði 100 prósent af landsframleiðslu og að á einhvern hátt þyrfti að finna út hvert töfrahlutfallið væri. En ef ekkert viðmið væri til staðar væri erfitt að finna hlutfallið. Því væri mikilvægt að finna út hversu marga ferðamenn Ísland þolir áður en vandamál skapast, til þess væri bókunarkerfi á vinsæla áfangastaði leiðin áfram. Þannig væri hægt að stýra ferðamönnum betur og koma í veg fyrir að vinsælir áfangastaðir á borð við Geysi og Gullfoss væru alltaf smekkfullir. Tók hann Geysi í Haukadal sem dæmi en þangað fór Lansky í gær. Var það hans upplifun að svæðið væru nokkurn veginn fullt af fólki. Eftir talningu komst hann að því að um 100 manns væru á svæðinu og að hver eyddi um fimmtán mínútum þar.Hverasvæðið í Haukadal er vinsæll áfangastaður.Vísir/Ernir„Segjum að það sé hámarkið, 100 manns á korteri sem eru þá 400 á klukkutíma, opið tíu tíma á dag þannig að það geta 4000 manns heimsótt Geysi á dag. Ef það er það svæði á Gullna hringnum sem getur tekið á móti fæstum ferðamönnum er hámarkið komið og þá er það framboðið sem er í boði,“ sagði Lansky. Mikilvægt væri einnig að sýna framboðið hverju sinni, þá gætu þeir sem sjá að ferðir um Gulla hringinn eða í Bláa lónið séu uppseldar, farið eitthvað annað eða ef til vill bókað annan dag. Þetta myndi dreifa álaginu betur og skapa eftirspurn og gott umtal. Gekk hann jafn vel svo langt að segja að Ísland ætti að íhuga að takmarka fjölda þeirra ferðamanna sem megi ferðast til Íslands á hverju ári. Það myndi auka virði áfangastaðarins án þess að hafa teljandi áhrif á ímynd Íslands. Líkti hann því við þegar selst upp á tónleika með Beyoncé. „Ef þú reynir að fá miða á Beyoncé-tónleika en það selst upp og þú rétt missir af miða þá líkar þér ekki verr við Beyoncé. Þér finnst enn eftirsóknarverðara að fara á tónleikana,“ sagði Lansky. „Það eykur virðið þegar vinir þínir segja: „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt.““ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. Þá sé mikilvægt að stigið verði á bremsuna varðandi fjölda ferðamanna sem hingað komi, tími sóknarleiksins sé liðinn og að spila þurfi varnarleik áður en illa fari. Lansky hélt erindi á morgunfundi Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans í morgun þar sem viðfangsefnið var tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Erindi Lansky bar heitið „Smarter Roadmap to Manage Tourism.“ Hóf hann mál sitt á að segja að sá vöxtur sem verið hefur í komu ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum væri án fordæma og að í margra ára starfi við ferðamál hafi hann aldrei séð annað eins. Sá vöxtur gæti þó ekki gengið til lengri tíma.Horfa má á erindi Lansky hér fyrir neðan. það hefst þegar um klukkustund og 43 mínútur eru liðnar af myndbandinu. „Ímyndið ykkur að þið ættuð barn sem vex um 22 sentimetra á ári. Á einhverjum tímapunkti ferðu að hafa áhyggjur af svo miklum vexti,“ sagði Lansky og velti því fyrir sér af hverju á sama tíma töluverðir fjármunir væru lagðir í að auglýsa Ísland sem áfangastað.„En ímynduð ykkur á sama tíma að þið séuð að gefa barninu vaxtarhormón. Ég velti því fyrir mér af hverju þið eru að leggja eitt penný í að auglýsa Ísland á sama tíma og vöxturinn er svo mikill. Þetta er tíminn til þess að fara að stiga á bremsurnar og hugsa, þetta getur ekki haldið áfram, vegna þess að þetta getur ekki haldið áfram,“ sagði Lansky.Doug LanskyVísirEkki hægt að dreifa ferðamönnum ef allir koma til landsins á sama stað Í erindi sínu fjallaði Lansky um hugtakið „overtourism“ sem lýsir því ástandi sem verður til á áfangastöðum þar sem heimamenn eða gestir upplifa sig aðþrengda vegna of margra gesta á tilteknum stað. Vísbendingar eru um að ferðamenn hér á landi séu í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna. Líkti Lansky hugtakinu við akrein á mislægum gatnamótum sem allir þyrftu að nota til að komast til vinnu á morgnana, á sama tíma og aðrar akreinar á gatnamótunum væru lítið notaðar. Segja má að þetta rými við Ísland þar sem mestur fjöldi ferðamanna ferðast um Suður- og Suðvesturland á meðan minna fer fyrir ferðamönnum í öðrum landshlutum. Réttara væri því að tala um ferðamennsku sem væri í ójafnvægi frekar en að tala um „overtourism“ þar sem svigrúm væri fyrir fleiri ferðamenn ef þeim væri dreift betur. Það væri þó tómt mál að tala um ef allir ferðamenn sem hingað koma til lands lenda á sama flugvelli. „Segjum að þið séuð með frábæran flugvöll á Norðausturlandi og ferðamenn lenda þar og fara í 4-5 daga ferðir þar, ánægðir með ferðina og svo fara þeir þaðan. Svo lengi sem þeir lenda á öðrum flugvelli og fara þaðan er það fínt en ef þeir lenda hér og fara eitthvað annað eru þeir alltaf líka að fara í Bláa lónið, Gullna hringinn og labba upp Laugaveginn þar sem allir eru,“ sagði Lansky.Úrelt hugsun að sækjast eftir enn fleiri ferðamönnum Sagði Lansky að krafan um að fá alltaf fleiri og fleiri ferðamenn á hverju ári væri að úreldast. Enginn vildi að ferðamennskan yrði 100 prósent af landsframleiðslu og að á einhvern hátt þyrfti að finna út hvert töfrahlutfallið væri. En ef ekkert viðmið væri til staðar væri erfitt að finna hlutfallið. Því væri mikilvægt að finna út hversu marga ferðamenn Ísland þolir áður en vandamál skapast, til þess væri bókunarkerfi á vinsæla áfangastaði leiðin áfram. Þannig væri hægt að stýra ferðamönnum betur og koma í veg fyrir að vinsælir áfangastaðir á borð við Geysi og Gullfoss væru alltaf smekkfullir. Tók hann Geysi í Haukadal sem dæmi en þangað fór Lansky í gær. Var það hans upplifun að svæðið væru nokkurn veginn fullt af fólki. Eftir talningu komst hann að því að um 100 manns væru á svæðinu og að hver eyddi um fimmtán mínútum þar.Hverasvæðið í Haukadal er vinsæll áfangastaður.Vísir/Ernir„Segjum að það sé hámarkið, 100 manns á korteri sem eru þá 400 á klukkutíma, opið tíu tíma á dag þannig að það geta 4000 manns heimsótt Geysi á dag. Ef það er það svæði á Gullna hringnum sem getur tekið á móti fæstum ferðamönnum er hámarkið komið og þá er það framboðið sem er í boði,“ sagði Lansky. Mikilvægt væri einnig að sýna framboðið hverju sinni, þá gætu þeir sem sjá að ferðir um Gulla hringinn eða í Bláa lónið séu uppseldar, farið eitthvað annað eða ef til vill bókað annan dag. Þetta myndi dreifa álaginu betur og skapa eftirspurn og gott umtal. Gekk hann jafn vel svo langt að segja að Ísland ætti að íhuga að takmarka fjölda þeirra ferðamanna sem megi ferðast til Íslands á hverju ári. Það myndi auka virði áfangastaðarins án þess að hafa teljandi áhrif á ímynd Íslands. Líkti hann því við þegar selst upp á tónleika með Beyoncé. „Ef þú reynir að fá miða á Beyoncé-tónleika en það selst upp og þú rétt missir af miða þá líkar þér ekki verr við Beyoncé. Þér finnst enn eftirsóknarverðara að fara á tónleikana,“ sagði Lansky. „Það eykur virðið þegar vinir þínir segja: „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt.““
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira