ÍA enn með fullt hús stiga í Inkasso-deildinni Einar Sigurvinsson skrifar 18. maí 2018 21:45 Úr leik ÍA síðasta sumar vísir/andri Skagamenn eru enn með fullt hús stiga á toppi Inkasso-deildarinnar. Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. ÍA tók á móti Haukum á Norðurálsvellinum á Akranesi. Eftir hálftíma leik kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir og var staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson bætti síðan við tveimur mörkum fyrir ÍA og kom Skagamönnum 3-0 yfir. Daði Snær Ingason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka á 84. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA sem situr á toppi Inkasso-deildarinnar með níu stig af níu mögulegum. Fram sigraði Leikni 3-0 en leikurinn fór fram á Framvellinum í Safamýri. Helgi Guðjónsson kom Fram yfir á 21. mínútu og var staðan 1-0 fyrir þeim bláklæddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það Guðmundur Magnússon og Orri Gunnarsson sem tryggðu Fram sigurinn. HK hafði betur gegn Selfossi. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og voru lokatölur 3-1 fyrir HK. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það skoraði Kári Pétursson fyrir HK. Bjarni Gunnarsson bætti síðan við öðru marki HK-inga skömmu síðar. Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 89. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Sigur HK var þó gulltryggður skömmu síðar með sjálfsmarki frá Kenan Turudija. Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið sótti öll stigin þrjú í Breiðholtið þar sem ÍR tók á móti þeim. Lokatölur 3-1 fyrir Þrótti. Ef að einungis korter hafði verið spilað af leiknum voru Þróttarar komnir tveimur mörkum yfir. Mörkin skoruðu þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Hreinn Ingi Örnólfsson. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Guðfinnur Þórir Ómarsson muninn fyrir ÍR og staðan 2-1 fyrir Þrótt í leikhlé. Þróttarar héldu þó út og á 92. mínútu gulltryggði Jasper Van Der Heyden þeim öll stigin þrjú.Úrslit dagsins: ÍA - Haukar 3-1 Fram - Leiknir 3-0 HK - Selfoss 3-1 ÍR - Þróttur 1-3Upplýsingar fengnar af Fótbolta.net Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Sjá meira
Skagamenn eru enn með fullt hús stiga á toppi Inkasso-deildarinnar. Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. ÍA tók á móti Haukum á Norðurálsvellinum á Akranesi. Eftir hálftíma leik kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir og var staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson bætti síðan við tveimur mörkum fyrir ÍA og kom Skagamönnum 3-0 yfir. Daði Snær Ingason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka á 84. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA sem situr á toppi Inkasso-deildarinnar með níu stig af níu mögulegum. Fram sigraði Leikni 3-0 en leikurinn fór fram á Framvellinum í Safamýri. Helgi Guðjónsson kom Fram yfir á 21. mínútu og var staðan 1-0 fyrir þeim bláklæddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það Guðmundur Magnússon og Orri Gunnarsson sem tryggðu Fram sigurinn. HK hafði betur gegn Selfossi. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og voru lokatölur 3-1 fyrir HK. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það skoraði Kári Pétursson fyrir HK. Bjarni Gunnarsson bætti síðan við öðru marki HK-inga skömmu síðar. Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 89. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Sigur HK var þó gulltryggður skömmu síðar með sjálfsmarki frá Kenan Turudija. Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið sótti öll stigin þrjú í Breiðholtið þar sem ÍR tók á móti þeim. Lokatölur 3-1 fyrir Þrótti. Ef að einungis korter hafði verið spilað af leiknum voru Þróttarar komnir tveimur mörkum yfir. Mörkin skoruðu þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Hreinn Ingi Örnólfsson. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Guðfinnur Þórir Ómarsson muninn fyrir ÍR og staðan 2-1 fyrir Þrótt í leikhlé. Þróttarar héldu þó út og á 92. mínútu gulltryggði Jasper Van Der Heyden þeim öll stigin þrjú.Úrslit dagsins: ÍA - Haukar 3-1 Fram - Leiknir 3-0 HK - Selfoss 3-1 ÍR - Þróttur 1-3Upplýsingar fengnar af Fótbolta.net
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Sjá meira