Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson slapp með tveggja mínútna brottvísun þó svo brotið hafi verið mjög gróft.
„Þetta var alltaf rautt spjald. Það sést bara í sjónvarpinu. Það skiptir ekki máli þó svo þetta hafi verið slys. Þetta er alltaf rautt spjald,“ sagði Halldór við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í leikhléinu.
Í innslaginu hér að neðan má sjá viðtalið við Halldór sem og þegar Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, ræddi við Halldór í hálfleik en þjálfari FH hafði takmarkaðan áhuga á því sem Arnar hafði fram að færa.