Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir við Fréttablaðið að hluti fjárhæðarinnar hafi verið tekjufærður vegna meðal annars kostnaðar við málið. Hluti hafi síðan verið nýttur til þess að lækka verð til viðskiptavina á þeim vörum sem félagið hafði greitt toll af. Upphæðin sem um ræði hafi hins vegar haft óveruleg áhrif á uppgjör félagsins fyrir síðasta rekstrarfjórðung. Félagið hafði heitið því að skila þeim fjármunum sem það fær endurgreidda vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins til viðskiptavina í gegnum lægra vöruverð. Sem dæmi skiluðu Bónus og Hagkaup um 175 milljónum króna af ólögmætum gjöldum ríkisins til viðskiptavina í formi niðurgreiðslu á innfluttum kjúklingi og nautalundum á rekstrarárinu 2016 til 2017 eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald ríkisins færi í bága við lög.Sjá einnig: Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald Ekki hafa fengist upplýsingar um hve há fjárhæð af þeim 157 milljónum, auk vaxta, sem héraðsdómur dæmdi í nóvember ríkið til þess að endurgreiða Högum, hafi verið notuð til þess að lækka vöruverð. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að útboðsgjaldið sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til þess að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum væri ólögmætt. Var ríkinu gert að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum, Sælkeradreifingunni, Innnesi og Högum, samtals um 355 milljónir króna í oftekin gjöld. Dómnum var ekki áfrýjað. Framlegð Haga nam 4.925 milljónum króna á síðasta rekstrarfjórðungi, frá desember 2017 til febrúar 2018, og var framlegðarhlutfallið 24,9 prósent borið saman við 24,6 prósent á sama tíma á fyrra rekstrarári. Var framlegðarhlutfallið umtalsvert hærra en greinendur höfðu spáð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðsnúningur hjá Högum Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. 17. maí 2018 08:00 Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. 14. nóvember 2017 15:23 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir við Fréttablaðið að hluti fjárhæðarinnar hafi verið tekjufærður vegna meðal annars kostnaðar við málið. Hluti hafi síðan verið nýttur til þess að lækka verð til viðskiptavina á þeim vörum sem félagið hafði greitt toll af. Upphæðin sem um ræði hafi hins vegar haft óveruleg áhrif á uppgjör félagsins fyrir síðasta rekstrarfjórðung. Félagið hafði heitið því að skila þeim fjármunum sem það fær endurgreidda vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins til viðskiptavina í gegnum lægra vöruverð. Sem dæmi skiluðu Bónus og Hagkaup um 175 milljónum króna af ólögmætum gjöldum ríkisins til viðskiptavina í formi niðurgreiðslu á innfluttum kjúklingi og nautalundum á rekstrarárinu 2016 til 2017 eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald ríkisins færi í bága við lög.Sjá einnig: Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald Ekki hafa fengist upplýsingar um hve há fjárhæð af þeim 157 milljónum, auk vaxta, sem héraðsdómur dæmdi í nóvember ríkið til þess að endurgreiða Högum, hafi verið notuð til þess að lækka vöruverð. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að útboðsgjaldið sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til þess að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum væri ólögmætt. Var ríkinu gert að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum, Sælkeradreifingunni, Innnesi og Högum, samtals um 355 milljónir króna í oftekin gjöld. Dómnum var ekki áfrýjað. Framlegð Haga nam 4.925 milljónum króna á síðasta rekstrarfjórðungi, frá desember 2017 til febrúar 2018, og var framlegðarhlutfallið 24,9 prósent borið saman við 24,6 prósent á sama tíma á fyrra rekstrarári. Var framlegðarhlutfallið umtalsvert hærra en greinendur höfðu spáð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðsnúningur hjá Högum Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. 17. maí 2018 08:00 Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. 14. nóvember 2017 15:23 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Viðsnúningur hjá Högum Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. 17. maí 2018 08:00
Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. 14. nóvember 2017 15:23