Kenndu argentínskum Rússlandsförum að tala við rússneskar konur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2018 10:30 Tapia, sá stærri, er hér með Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara Argentínu. vísir/getty Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira