Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2018 08:36 Mynd: Hreggnasi FB Veiðifélagið Hreggnasi hefur nokkur af vinsælustu veiðisvæðum landsins innan sinna banda og meðal þeirra er Laxá í Dölum sem nýtur mikilla vinsælda. Á dögunum var undirritaður samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Laxdæla hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Laxá í Dölum næstu árin. Samstarf félaganna tveggja nær aftur til ársins 2014, en þá hófst leiga Hreggnasa að vatnasvæðinu. Markviss uppbygging á laxastofni árinnar hefur átt sér stað síðan þá, meðal annars með breytingu á veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda og fiskrækt.Laxá í Dölum er á efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Hún rennur um söguslóðir í Laxárdal og fellur til sjávar skammt sunnan Búðardals. Veitt er á fjórar til sex stangir og er gott veiðihús til afnota fyrir gesti við Þrándargil. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er mjög góð eftir mögur ár á undan, eða tæplega 1.400 laxar. Þetta er með hæstu veiði á landsvísu sé miðað við afla á hverja dagsstöng. Veiðifélagið Hreggnasi ehf var stofnað árið 2000 af feðgunum Jóni Þór Júlíussyni og Júlíusi Jónssyni. Félagið byrjaði með eitt veiðisvæði en í dag bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fjölbreitta kosti víðsvegar um landið. Meðal þeirra eru Hafralónsá, Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Grímsá og Tunguá, Laxá í Dölum, Krossá á Skarðsströnd, Svalbarðsá og Hofsá í Vopnafirði. Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi hefur nokkur af vinsælustu veiðisvæðum landsins innan sinna banda og meðal þeirra er Laxá í Dölum sem nýtur mikilla vinsælda. Á dögunum var undirritaður samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Laxdæla hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Laxá í Dölum næstu árin. Samstarf félaganna tveggja nær aftur til ársins 2014, en þá hófst leiga Hreggnasa að vatnasvæðinu. Markviss uppbygging á laxastofni árinnar hefur átt sér stað síðan þá, meðal annars með breytingu á veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda og fiskrækt.Laxá í Dölum er á efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Hún rennur um söguslóðir í Laxárdal og fellur til sjávar skammt sunnan Búðardals. Veitt er á fjórar til sex stangir og er gott veiðihús til afnota fyrir gesti við Þrándargil. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er mjög góð eftir mögur ár á undan, eða tæplega 1.400 laxar. Þetta er með hæstu veiði á landsvísu sé miðað við afla á hverja dagsstöng. Veiðifélagið Hreggnasi ehf var stofnað árið 2000 af feðgunum Jóni Þór Júlíussyni og Júlíusi Jónssyni. Félagið byrjaði með eitt veiðisvæði en í dag bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fjölbreitta kosti víðsvegar um landið. Meðal þeirra eru Hafralónsá, Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Grímsá og Tunguá, Laxá í Dölum, Krossá á Skarðsströnd, Svalbarðsá og Hofsá í Vopnafirði.
Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði