Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30